Núna er ég loksins búin að redda jólagjöfinni í ár. Hún er frá mér til allra sem annars hefðu fengið frekar lélega gjöf frá mér.
Í ár styrki ég Hjálparstarf kirkjunnar við að finna hreint vatn fyrir fólk í Mósambík, Malaví og Úganda. Ég er hvort sem er hundléleg að kaupa gjafir, þetta er miklu betra svona.Næst er það bloggleikurinn:
Póstaðu í kommentin og ...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur/drykkur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr/frægu manneskju þú minnir mig á
6. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig

2 ummæli:
Tíhíhí
Tíhíhí
Skrifa ummæli