fimmtudagur, desember 29, 2005

Ég og maðurinn minn erum búin að eiga margar góðar stundir saman um jólin og hafa það rosa gott. Hann er svo hlýr og tillitssamur, ég vissi ekki að svona menn væru til, hann kemur mér virkilega á óvart. Hann kemur mér líka oft á óvart, það er engin lognmolla í kringum hann. Ég fíla líka rosa vel frekar ófágað útlit hans, tepruskapur þekkist ekki á þeim bæ. Það er svo þægilegt og skemmtilegt að vera í kringum hann. Stundum finnst mér líka bara gott að vita að hann er nálægt þótt við séum að fást við mismunandi hluti... Sagði ég maðurinn minn, ég meinti auðvitað bíllinn minn!

Núna er ég loksins búin að redda jólagjöfinni í ár. Hún er frá mér til allra sem annars hefðu fengið frekar lélega gjöf frá mér. Í ár styrki ég Hjálparstarf kirkjunnar við að finna hreint vatn fyrir fólk í Mósambík, Malaví og Úganda. Ég er hvort sem er hundléleg að kaupa gjafir, þetta er miklu betra svona.

Næst er það bloggleikurinn:

Póstaðu í kommentin og ...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur/drykkur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr/frægu manneskju þú minnir mig á
6. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig

2 ummæli: