mánudagur, ágúst 29, 2005

Þá er bjór-sumarsins-umræðunni lokið. Næst er það matur sumarsins.

Ég verð að hrósa sjálfri mér aðeins því matargerðarhæfleikar mínir jukust smávegis í sumar, þ.e. fóru úr mínus í soldið minni mínus. Ég er sjálfkjörin Master Of Grilled Bananas, því að ég grillaði nokkrum sinnum (fyrir mismunandi fólk) ljúffenga banana. Þeir sem halda því fram að það að grilla banana sé ekki nógu mikil matargerð til að teljast með eru asnar.

Nokkrum sinnum grillaði ég / steikti hamborgara sem ég var frekar ánægð með (svo ég telji örugglega upp alveg öll matar-afrek mín).

Grillað lambalæri er kreizí gott, sérstaklega þegar það er grillað á útigrilli í útilegu og borðað með stæl! Ómissandi í útileguna eru Gunnar´s kleinuhringir, maður fer ekki í útilegu án þess að kippa poka af Gunnar´s með. Kleinuhringirnir bragðast ekki verr þegar þeir eru komnir í mask eða hafa lent í aðeins of miklu sólbaði. Grænt pringles er alltaf viðeigandi; í útilegum, með bjór, með sjónvarpsglápi.

Já, þetta var það helsta.

Annars er það að frétta að skólinn byrjaði í dag. Mætti í tvö námskeið í morgun og leist bara fantavel á bæði. Ekki fannt iðnaðarverkfræðistelpunum Sjálfvirk stýrikerfi virka spennandi en mér fannst það vera frekar intressant, spyrjum að leikslokum.

Engin ummæli: