fimmtudagur, apríl 21, 2005

[ammli]
Þá er 20. apríl búinn, en góður 20. apríl var það. Ég borðaði fjórar stórar afmælismáltíðir sem var mjög gott. Þegar ég vaknaði ákvað ég að fá mér afmælismorgunmat, ristaða beyglu, djús og kaffi. Krakkarnir í skólanum buðu mér á Eldsmiðjuna í hádeginu, þar biðum við í 35 mínútur eftir pizzunum okkar en það var vel þess virði. MH krúið mitt bauð mér síðan upp á kökur og kakó og gæða tónlist undir, sem var heví næs. Ég varð fyrsta manneskjan ever til að brjóta regluna "afmælisbarnið á alltaf að klára allar kökurnar" sem var nokkuð lélegt af mér því reglan hafði aldrei verið brotin áður. Þegar kom að kvöldmatnum sem mamma hafði eldað handa mér var ég svo södd að ég kom varla nokkru niður... en svona er lífið, stundum getur maður ekki borðað allt sem mann langar til að borða.

Um kvöldið drakk ég vitaskuld bjór í tilefni dagsins. Takk fyrir mig allir! :)

[eitt í viðbót]
Á mánudaginn labbaði ég upp á Esjuna, "allt nema klettana" eins og mér fróðari menn myndu segja.

Engin ummæli: