Það er kominn júlí! Jei!
Hvers vegna ætti það að vera fagnaðarefni? Jú sjáið til þá er bjór-blogg-banninu (bbb) lokið og ég má aftur blogga um bjór. :) Núna geri ég ráð fyrir að lesendur fagni ákaft og ef nokkrir eru saman komnir þá væri vel við hæfi að gera bylgju. Reyndar tókst bbb ekki alveg sem skildi, ég missti mig aðeins eftir Laugarvegsgönguna og steingleymdi banninu, það eina sem ég hef mér til varnar er að öll erum við mannleg.
Hluta af mér (litlum hluta) langar núna að rifja upp alla þá góðu bjóra sem ég drakk í júní og dreifa gleðinni því bjór er drykkur guðanna eins allir ættu að vera með á hreinu, EN
Þeir sem náðu að lesa alla leiðina hingað fá prik auk þess að geta tekið kæti sína á ný því næsti hluti þessa bloggs er ekki eingöngu um bjór.
Um helgina var útilega Félags verkfræðinema á Skógum og að sjálfsögðu var dúndurmæting. Ég fór í bíl með Ernu og Stebba (hvað annað en að ég hangi endalaust með para-vinum mínum), þegar við komum á svæðið ákváðum við að tjalda í miðjunni sem var heví fínt, fljótlega fylltist allt pláss í kring. Smá rigning um kvöldið en fullt af bjór og ég grillaði klikkað góða hamborgara (í alvöru, það var engin kaldhæðni í þessum orðum), eiginlega grillaði samt Gunni hamborgarana fyrir mig...
Ég var búin að lofa Ernu og Stebba sól og góðu veðri á laugardeginum og ég stóð við það, tek fulla ábyrgð á blíðunni. Fórum í sund og keyptum pizzu (smá plebba-útilegu-stemning í gangi). Vorum með öflugt lið á Skógaleikunum, nafnið Sellan var samþykkt einróma (læt ekki uppi hvers rómur það var). Sellan rústaði pokahlaupinu, klikkaði aðeins í spítulabbinu, kenndi slakri dómgæslu um tap í bundin-saman-með-bundið-fyrir-augun-að-leita-að-bjór-og-drekka-hann leiknum, sigraði einnig þamba-bjór-og rekja-bolta leikinn þótt minn bolti hafi ekki viljað fara í rétta átt. Við vorum held ég bara sátt við þennan árangur, Skógarleikarnir heppnuðust bara vel miðað við hvað það tóku allt of margir þátt.
Hápunktur kvöldsins var brekkusöngur undir stjórn Gunna og Danna, gríðarlega skemmtilegt að mínu mati, hápunkti næturinnar verður ekki lýst.
Ég drakk margar skemmtilegar blöndur af áfengi og blandi um helgina, helst ber að nefna vískí í kaffi, vodki og tómatsafi og cosmopolitan í kókflösku. Stebbi hélt uppi þeim ágæta sið að tala um gólfefni einu sinni yfir helgina, ég borðaði óhóflega mikið, drakk óhóf-hóflega. Í morgun kom stormur eins og stormviðvörunin hafði varað við, ég þvæ hendur mínar af því máli. Svona fór um sjóferð þá... Í hnotskurn: það var gaman :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli