fimmtudagur, desember 15, 2005

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

11 ummæli:

Elín sagði...

Núna - til hamingju ÞÚ að vera búin með tvö próf!
Hvernig gengu þau?

Þura sagði...

Eitt gekk bara vel :) og eitt bara illa :(

og síðan var ég að fá fréttir þess efnis að mánudagsprófið yrði með breyttu sniði... það merkir bara eitt: enginn bjór í kvöld.

Elín sagði...

:O

Ekki hjá mér heldur reyndar...

Hákon sagði...

Hvernig kaka var þetta?

Ef þetta var hálfmáni eða marengstoppur getur þú prísað þig sæla!
En ég stal henni samt ekki.
Bara svo það sé á hreinu. (ég gruna Elínu)

Þura sagði...

Kakan er klárlega myndlíking fyrir bjór... hvað annað mundi ég eiga í krús!

Það eru allir grunaðir... en þekktir bjórgæðingar eins og elín eru ofarlega á lista.

Elín sagði...

Hehe, bjór er allavega kolvetni, alveg eins og kaka.

Hver, ég?

*flautar lítinn lagstúf, voða sakleysisleg*
*ropar*

Þura sagði...

já þú

*dæsir veiklulega af bjórleysi*

Elín sagði...

Ekki satt!

Þura sagði...

Hver þá!?!

Steini sagði...

Steini stal kökunni úr krúsinni í gær (en enginn var heima, það var dimmt úti og mig langaði SVOOO mikið í bara eina... og svo eina... og svo eina... en ég hefði getað svarið að enginn sá mig. En Þura hefur greinilega lesið svo mikið fyrir próf að hún er orðin alvitur og veit af kökuþjófnaðinum á Ásvallagötu).

Þura sagði...

Já skamm... vont að læra svona mikið!