mánudagur, mars 07, 2005

[Árshátíð]
Ég veit ég skemmti mér vel. Ég veit líka að ég man ekkert voðalega mikið.
Við lögðum af stað uppúr 1, ég og pörin, hvað er það með mig að hanga alltaf með pörum? Sagan endurtekur sig greinilega. Fyrsti bjór var drukkinn á leiðinni, það var góður bjór. Við tékkuðum okkur inn á Hótel Selfoss og síðan var planið að fara út að leika og drekka meira, klukkan var samt heldur margt þannig að úr varð að við vorum inni að leika og drekka bjór. Ég var líka undir mikilli pressu frá Gunna að vera líta vel út, það kom til þannig:

[forsagan]
Nokkrum dögum fyrir árshátíð vorum ég, Gunni, Sella og Erna að keyra, við stelpurnar vorum að plana að taka okkur til saman, mála okkur og laga hárið. Allt í einu heyrðist frá Gunna "Það er samt eiginlega bara Þura sem þarf eitthvað að taka sig til!" Við urðum allar steinhissa og ég leit strax í afturspegilinn og hugsaði "Hvað sér hann svona mikið að mér!?!" Eftir smástund föttuðum við að hann var meina að ég væri sú eina sem væri á lausu og hefði þess vegna meiri þörf fyrir að vera fín heldur en hinar. Eftir þetta áfall var ég þó dead set á að líta vel út.

Það er ekki mitt að dæma hvernig til tókst en Gunni sagði allavega að ég hefði staðist prófið.

[maturinn]
Maturinn byrjaði um 7 held ég og ég held ég hafi aldrei borðað jafnlítið á árshátíð. Humarsúpan slapp, bragðaðist meira eins og rjómi með humar- og piparbragði. Aðalrétturinn var ógeð, lambakjötið var þurrt og bragðlaust, kartöfludótið bragðaðist eins og æla og hitt kartöfludótið bragðast eins og æla ef ég æli aftur seinna um kvöldið. Tryggvi sagði að þetta væri bara bull í mér og tók að sér að klára matinn minn, síðan samþykkti hann að kjötið mitt væri ógeð þannig að ég fór og fékk nýtt. Þvílikt magn af kjöti sem ég fékk í það skiptið og mér fannst það ennþá vont, úr varð að allir sessunautar mínir fengu ábót. Ísinn var hinsvegar góður, ég borðaði tvo skammta.

[þegar Þura missti endanlega allt kúl]
Á einhverjum tímapunkti í matnum fékk Tryggvi sér í vörina og allt í lagi með það, en á sama tímapunkti neitaði ég ekki þegar hann bauð mér með sér, ekki allt í lagi með það. Næstu borð í kringum fengu semsagt að fylgjast með með mér gera misheppnaða tilraun til að taka í vörina, við erum að tala um að allt fór út um allt. Ég hljóp inn á klósett með servéttu fyrir munninum og fór síðan upp á herbergi að tannbursta mig. Fína stelpan var ekki svo fín lengur...

[skemmtiatriðin]
Allar skorirnar voru með dans-skemmtiatriði. Verð að segja að atriði byggingarinnar hafi borið af, þau gerðu myndband sem var að stæla mynbandið þar sem allar gellurnar eru í leikfimi í efnislitlum og níðþröngum búningum, tótallí brillíant...

[drykkjan]
Eftir matinn var byrjað á sterka áfenginu, eftir það á ég ekki skýrar minnigar af atburðum. Mér að óvörum en til mikillar ánægju hellti ég ekki yfir neinn, varð ekki það ofurölvi en ofurölvi samt, gerði engan skandal þótt einhver hafi verið að segja að ég hafi horfið með einhverjum strák, það er ekki satt. Eini strákurinn sem ég hvarf eitthvað með var Jón Einar en hann telst ekki með (sorrí Jón!) Kvöldið var fljótt að líða í partýum í hinum ýmsu herbergjum og að kíkja aðeins á ballið. Takk fyrir kvöldið allir! :)

Stjörnugjöf: 4 af 5 mögulegum

Klikkaði á að mæta í morgunmatinn, klikka ekki á því aftur.

[dagurinn eftir]
KFC á Selfossi, loksins, mig var búið að dreyma þessa ferð á KFC í margar vikur. Borðaði sirka einn sjötta af því sem ég pantaði, brunað í bæinn og sund. Ætlaði síðan þvílíkt að mæta í partý daginn eftir en rúmið mitt kallaði svo mikið á mig Þura kondu að lúlla, Þura lúlla núna!!!!! svo að ég lúllaði bara í staðin fyrir að fara í partý. Partýhaldari vinsamlegast beðinn að velja hentugri tíma næst.

Engin ummæli: