Ég ætla bara að halda áfram að vanrækja það að blogga um hluti eins og Þórsmerkurferð, jeppa-dót og tangó... og fræða þá sem vilja vita um dásemdir Háskóla Íslands. Ég er, eins og áður hefur komið fram að læra verkfræði við fyrrnefndan ágætis skóla. Í dag fékk ég einkunn úr námskeiði sem heitirvélhlutafræði. Einkunnin kom 5 vikum eftir prófdag sem er alltof alltof seint.
Það sem er fyndið er einkunnadreifing í námskeiðinu. Viku fyrir próf var nánast allur bekkurinn kominn með lausnarhefti fyrir kennslubókina, allt í lagi með það, það er löglegt. En málið er að prófið var gagnapróf og 3 af 4 dæmum voru beint upp úr lausnaheftinu.... stupid!!! Svo 11 manns fengu 9, 10 fengu 8 og hinir 4 voru greinilega ekki með lausnaheftið. En afhverju fékk þá enginn 10? Svo sem ekkert leiðinlegt að fá ágætis einkunn.
Hér með hneykslast ég á umræddum kennara, er ekkert til sem heitir akademískur metnaður?
þriðjudagur, júní 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli