miðvikudagur, júní 01, 2005

Nýtt nýtt!
Í staðin fyrir að skrifa komment hér á síðuna sendið í staðin sms á númerið 899 0275 (tíundi hver vinnur, 0-9 kr skeytið)

Tími er kominn til að missa sig svolítið:

Í dag er 1. júní.
Í dag set ég reglu sem gilda skal í einn mánuð frá þessum degi (þ.e. til 1. júlí)
Reglan fjallar um það að ég má ekki skrifa um bjór eða neyslu hans.
Capiche!

Ástæðan fyrir reglunni (fyrir utan að ég hef gaman af því að búa til reglur) er sú að undanfarið hefur fólk komið til mín og gert eitt af eftirfarandi: a) Sagt mér að ég skrifi bara um bjór vegna þess að ég hafi ekkert ímyndunarafl og sé ömurlegur bloggari. b) Spurt afhverju ég skrifi bara um bjór. c) Sagt mér að bjór sé sannlega drykkur guðanna og hvatt mig til frekari bjórskrifa.

Líklega er óþarfi að taka fram að c) hópurinn er í miklum minnihluta.

Regla:
"Frá og með 1. júní 2005 og út mánuðinn má bloggari þessi ekki tjá sig um bjór, drykkju áfengis eða annað því tengt. Reglan tekur gildi eftir þessa setningu."

Bíðum nú spennt og sjáum hvort ég geti skrifað um eitthvað annað.

[17 mínútum síðar]

Eitthvað annað... einhver... hjálp, hvað hef ég gert!!!

Engin ummæli: