föstudagur, mars 04, 2005

[Mjög svo uncoherent þvaður]
Í gær sullaði ég niður kaffi fjórum sinnum, svona án alls gríns. Um síðustu helgi hellti ég niður bjór yfir fjóra stráka. Í dag vona ég að ég sé búin með niðurhellingarkvótann minn því að í kvöld er árshátíð. Samt er í búin að biðja þó nokkra afsökunar fyrirfram ef ég skildi hella meira niður í kvöld.

Hef verið að velta því fyrir mér hvort einhverjir haldi í alvörunni að ég sé stundum full í skólanum. Ég viðurkenni alveg að ég tala mikið um áfengi.

Dæmi 1:
Einhver segir: Æ mér er svo illt í hausnum! eða Æ ég gleymdi varmafræðibókinni minni heima!
Þá segi ég venjulega: Og veistu hvað læknar það?
Eðlileg viðbrögð eru: Nei hvað??
Og þá er mitt svar: BJÓR!!!!!!!!!!

En núna er fólk farið að vita að mín lækning við öllum heimsins vandamálum er bjór þannig að flestir eru búnir að læra að segja bara strax bjór, jafnvel áður en ég segi nokkuð.

Dæmi 2: Þegar einhver heyrir ekki alveg hvað ég sagði og spyr: Hvað sagði Þura? þá er algengt að einhver annar segi: Æi hún var örugglega bara að tala um áfengi! þó að umræðuefnið hafi kannski verið say skiptilyklar.

Dæmi 3: Sex verkfræðinemar eru að læra saman, köllum þá nema 1, 2, 3, 4, 5 og 6. Einhver segir eitthvað fyndið, þá gerist vanalega eftirfarandi: nemar 1 og 2 veltast um af hlátri, skvetta kaffi útum allt og verða mjög ó-penir, nemar 3 og 4 hlægja eins og live studio audience hlær í Friends, nemi 5 glottir út í annað og nemi 6 horfir forviða á ofsafengin viðbrögð nema 1 og 2 og brosir pent. Held það þurfi ekki að taka það fram að ég er númer 1 og síðan ætla ég ekkert að taka fram hverjir hinir eru.

Lokaorð: Ég hef aldrei verið full í skólanum, ætti kannski að reyna að vera stilltari til að einhver trúi mér.

Engin ummæli: