laugardagur, nóvember 19, 2005

Núna væri ég alveg til í að hafa eitthvað ótrúlega áhugavert að segja. Til dæmis segja frá einhverju sniðugu sem ég hef gert eða heyrt undanfarið, tala um bíómynd eða sjónvarpsþátt sem ég hef horft á nýlega eða gott lag. Blaðra um einhvern góðan mat eða drykk (bjór) eða vegsama bílinn minn. Jafnvel mundi ég alveg sætta mig við að segja frá einhverju sniðugu sem einhver annar hefur sagt mér eða finna upp eitthvað sniðugt til að segja. Meira að segja væri ég til í að tala um golfstrauminn.

EN

Ég hef hvorki gert neitt af þessum hlutum sem ég var að pæla í né get ég látið mér detta eitthvað klassískt efni í hug til að skrifa um.

SVO AÐ

Við skulum sjá hvað ég endist í margar línur í viðbót að tala um nákvæmlega ekki neitt..................................

ÓKEI ENGA LÍNU Í VIÐBÓT

Það eina sem mögulega kemur í hugann eru línur úr síðasta þrekvirki "...núvirði í því tilviki þegar fjármögnun er óþekkt..." en ég legg það ekki á fleiri en Lilju.

LÁTTU NÚ GOTT HEITA ÞURA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ YFIR LÍNUNA

Ég held að Ofur-Þura sé að taka yfir síðuna mína. Hún er nú þegar farin að grípa frammí fyrir mér.

HEI #!+?%

1 ummæli:

Þura sagði...

takk fyrir :)