[Ætli ég sé þá orðin frísk?]
Það er mjög furðulegt ástand á mér. Ég er búin að vera ógeðslega veik síðustu tvo daga, ekki búin að standa í lappirnar og ekki borða, það hefur ekki komið fyrir mig síðan haustið góða 2000. Það byrjaði á því að ég vaknaði á miðvikudaginn og var hræðilega flökurt og langaði ekki í mat (venjulega vakna ég við eigið garnagaul), síðan lagaðist það en um kvöldið fékk ég svakalega beinverki og svaf frá 7 um kvöldið til 11 morguninn eftir. En þá voru beinverkirnir alveg horfnir en í staðin kominn hræðilegur magaverkur, sem hvarf ekki fyrr en eftir miðnætti.
Ég lá og sötraði kók og ímyndaði mér hvað væri að mér, hélt á tímabili að botnlanginn væri að springa mjög MJÖG hægt. Ég reyndi líka að muna í hvað Íslendingasögu gaurinn sagði Ekki geng ég haltur fyrr en fóturinn er farinn af! (eða álíka) á meðan vessi/gröftur spýttist út úr fætinum á honum, veit það einhver?? Þetta reyndi ég að muna því að ég stóð ekki upprétt vegna magaverks og fannst ég vera algjör aumingi.
Í dag virðist ekkert vera að mér, en ég er ekki alveg að treysta því, hrædd um að næst fái ég útbrot eða eitthvað.
Var þetta ekki skemmtileg veikindasaga?
föstudagur, janúar 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli