fimmtudagur, janúar 13, 2005

[fyrstu viðbrögð]
Á þriðjudaginn mætti ég í minn fyrsta tíma í fagi sem heitir Sveiflufræði. Það fyrsta sem kennarinn sagði eftir að hafa kynnt sig var "Þetta er í rauninni bara beint framhald af Aflfræðinni." Þá heyrðust óp þaðan sem ég sat.

Aflfræði er semsagt námskeið sem ég var í fyrir áramót. Námskeiðislýsingin er einhvernvegin svona "Grundvallaratriði aflfræðinnar, Lagrange og Hamilton..." en ætti í rauninni að vera "Helvíti á jörðu, forðaðu þér meðan þú getur..." Það tók heilan dag í hverri viku að gera heimadæmi, og þegar ég segi heilan dag meina ég 8 til 10 tíma. Ég gaf allt sem ég átti í þetta... endalausar klukkustundir af dæmareikningi... allt blóðið, svitinn og tárin...

Og núna þarf ég að endurtaka leikinn!!!

[Nú nokkrum dögum seinna er ég komin yfir áfallið og þetta lítur ekkert svo illa út]

Engin ummæli: