föstudagur, ágúst 26, 2005

Hugleiðingar

Mikill skortur hefur verið á bjór-umræðu á þessu bloggi í sumar. Aðallega vegna mikillar gagnrýni lesenda á bjór-umræðunni. Lesendum fannst bjór-umræðan ýmist leiðinleg eða skemmtileg, asnaleg eða hallærisleg, of mikil eða alltof mikil; svo ég ákvað að taka mark á lesendum og hætta / draga töluvert úr blaðri um bjór.

Núna, þremur mánuðum seinna, er kominn tími á smá bjór-come-back þar eð tími vísindaferða og annars ókeypis bjór er handan við hornið.

Þetta sumar hefur verið THULE sumar hjá mér að tvennu leyti; thule er búinn að vera uppáhaldsbjórinn minn í sumar og ég er ekkert búin að fara til útlanda í sumar þ.e. sitja sem fastast heima í sæmd minni. Ég er viss um að Gunnar á Hlíðarenda drakk síns-tíma-thule þegar hann sat heima í sæmd sinni. Tvær ástæður eru fyrir því að ég er búin að drekka mikinn thule; hann er góður og þegar maður hefur afrekað eitthvað og á skilið bjór þá getur maður sagt "þessi á skilið thule" og bent á sjálfan sig. Á þessu sést hve afskaplega vel auglýsingar virka á mig, enda finnst mér góðar auglýsingar vera mjög skemmtilegar.

Premium hefur verið annar vinsælasti bjórinn hjá mér í sumar. 7% sterkari en thule og bruggaður úr íslensku byggi, mjög góður bjór. Í auglýsingunni er þeim tilmælum beint til neytanda að drekka bjórinn hægar því það tæki lengri tíma að brugga hann heldur en annan bjór, ég er oft voða mikið í því að drekka bjór hratt og þetta er bara mjög góður bjór til að drekka hratt.

Aðrar bjórtegundir sumarsins 2005 eru Víking gylltur og Stella Artois, mjög góðir bjórar.

Engin ummæli: