mánudagur, desember 19, 2005

Vísbending um að ég hafi geðveikt mikla sjálfsstjórn:

Ég veit að það er komin einkunn úr prófinu sem ég var í á fimmtudaginn en ég ætla ekki að líta á hana fyrr en ég er búin í prófum.... sem er á hádegi á morgun.

Vísbending um að ég hafi geðveikt litla sjálfsstjórn:

Ég er að blogga.

Ályktun út frá vísindalega reiknuðum niðurstöðum:

Ég hef sjálfsstjórn í meðallagi.

Borið saman við fræðilega lausn sést að stöðuga skekkjan er töluvert mikil (þ.e. ég hef frekar litla sjálfsstjórn í raunveruleikanum).

(Farin aftur í straumfræðina... það er vökvi eða loft í öllum dæmunum)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

búinn að kíkja, ég hef ekki sjálfsstjórn!!

Þura sagði...

öss trúi þessu ekki upp á þig!