[Gaman að því]
Verkfræði-hagfræðidagurinn var í gær. Þá kepptu skorinar í íþróttum og fóru saman í vísó. Hver haldiði að hafi tekið þátt í fótboltanum? Jú jú mikið rétt, engin önnur en ég. Eða jú reyndar tóku fleiri þátt. Fyrr bjóst ég við að sjá svín fljúga heldur en sjálfa mig keppa í fótbolta, ergo það getur allt gerst.
Vísindaferðin var í Mastercard. Þar var afar vel tekið á móti okkur, nóg af áfengi allavega. Þetta var frekar skondin vísindaferð, fyrst kom bjórinn, síðan stutt kynning á fyrirtækinu og svo var tilkynnt að aðeins seinna yrði farið í leik. Humm leikur, gæti verið skemmtilegt... hugsuðum við. Síðan komumst við að því að leikurinn fælist í því að við ættum að sækja um kreditkort hjá Mastercard og síðan fengi einhver einn 25 þúsund kall ferðaávísun. Þetta fannst mér sniðugt af fyrirtækinu, fylla mann og láta mann síðan skrifa undir eitthvað.
Ég var komin vel í glas þegar við komum í bæinn, síðan komst ég betur í glas, og enn betur... Var fyrirfram búin að ákveða að fara snemma heim en var líka búin að steingleyma því um leið og ég varð full. Endaði samt á því að vera alltof full til að geta verið áfram í bænum og ákvað að það væri betra að drepast í rúminu mínu heldur en inni á klósetti á Prikinu (sællra minninga) og fór snemma heim.
Svona er nú áhugavert að vera ég.
laugardagur, febrúar 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli