Ég er ótrúlega yfirborðsleg manneskja, það fyrsta sem mig langar að deila með umheiminum er nýja hárgreiðslan mín. Ég lít út eins og David Bowie á Ziggy Stardust tímabilinu, það eina sem er að er að ég finn ekki myndina af honum þar sem hann er með rautt hár og rauða og gaula augnmálingu svo ég geti verið eins. Hér er próf þar sem ÞÚ getur fundið út hvaða David Bowie ÞÚ ert! Ég tók það ekki því ég veit hvaða Bowie ÉG er.
Í sumar er ég að plana að fara á Hróarskeldu og sjá David Bowie, allir sem vilja mega koma með. Allt hitt merkilegt sem ég hef að segja er líka um David Bowie þannig að ég held ég haldi því fyrir mig. Gleðilegt nýtt ár allir!!! :-)
miðvikudagur, desember 31, 2003
mánudagur, desember 29, 2003
Brjálaður snjór í allan dag, snilld er það. Bílar að festast á hverju götuhorni, björgunarsveitir að draga bíla upp úr spólförunum sínum. Ég elska svona daga. Ég klæddi mig upp í kraftgalla og fór út að leita að ævintýrum (eða vandræðum hvort sem kæmi fyrr). Ég hitti mann sem var fastur og sá fljótt að mínir litlu kraftar kæmu ekki að miklum notum við að hjálpa honum, ég fór samt og spjallaði við hann og var í svaka björgunarsveitafílingi þótt ég hafi í raun og veru ekki gert neitt. Botnlanginn sem ég bý í er ekki ruddur þannig að hann er formlega ófær fyrir aðra en jeppa sem 70% nágrannanna eiga þannig að við vorum meðal þeirra fáu sem héldu sig heimavið. Foreldrar mínir eru kennarar og því líka í fríi þannig að þetta kom ekki að sök.
Steini gaf mér jólagjöf í gær (takk Steini!) sem var ýkt flott.
Jólin hafa bara verið fín. Það kom fólk sem kallast ættingjar í kaffi í gær, ég hjálpaði mömmu að taka til veitingar. Það sem hér fer á eftir sýnir vel hvað aðskilur Jón og séra Jón á mínu heimili. Ég gekk inn í eldhús og mamma sagði þá við mig "Þura, þú segir ekki orð!!" Þá sé ég hvað hefur gerst, mamma hafði verið að setja rjóma í sprautu og jólagardínurnar voru allar útataðar í rjóma. Ég hló vel og lengi áður en ég minnti mömmu á hver örlög föður míns hefðu verið hefði það verið hann sem missti stjórn á rjómanum. And that´s all I have to say about that.
Steini gaf mér jólagjöf í gær (takk Steini!) sem var ýkt flott.
Jólin hafa bara verið fín. Það kom fólk sem kallast ættingjar í kaffi í gær, ég hjálpaði mömmu að taka til veitingar. Það sem hér fer á eftir sýnir vel hvað aðskilur Jón og séra Jón á mínu heimili. Ég gekk inn í eldhús og mamma sagði þá við mig "Þura, þú segir ekki orð!!" Þá sé ég hvað hefur gerst, mamma hafði verið að setja rjóma í sprautu og jólagardínurnar voru allar útataðar í rjóma. Ég hló vel og lengi áður en ég minnti mömmu á hver örlög föður míns hefðu verið hefði það verið hann sem missti stjórn á rjómanum. And that´s all I have to say about that.
fimmtudagur, desember 25, 2003
Eftirminnilegt kvöld...
Aðfangadagur byrjaði nógu sakleysislega, ég vann 400 kall á happaþrennu, gerði smá last minute shopping, fór í pakkaleiðangur og hlustaði á jólalög með mömmu. Mamma hefur aldrei eldað heima á aðfangadagskvöld því við förum alltaf til ömmu. Ég er tvítug og hef aldrei borðað heima hjá mér á jólunum, ég trúi því varla. Ég og mamma fórum til ömmu um 5 leitið til að hjálpa henni að elda, Stella og þau afboðuðu sig vegna pestar og Haukur frændi og fjölskylda eru í Malasíu þannig að það var fámennt en góðmennt. Upp úr 6 komu fleiri gestir, ég sat inni í stofu og las LOTR því nærveru minnar var ekki óskað í eldhúsinu. Síðan kallaði mamma í mig "Þura mín hjálpaðu ömmu þinni að skipta um plástur á puttanum." Amma hafði skorið sig fyrr um daginn og lýsti sárinu sem örlitlum punkti á enda vísifingurs en þegar ég kom inn á bað var allur vaskurinn útataður í blóði og ég áttaði mig á því að þetta væri meira en lítill punktur og síðan sá ég stóran skurð þvert yfir fingurgóminn á ömmu minni. Amma er svo mikilll töffari að hún viðurkennir aldrei ef eitthvað svona kemur fyrir. Ég sagði við ömmu að hún þyrfti að fara upp á slysó og láta sauma, fyrst þvertók hún fyrir það en eftir smá fortölur fékkst hún til að láta Óla frænda keyra sig. Við lofuðum að redda eldamennskunni og byrja að borða án hennar. Gallin var bara að hún hafði alltaf verið á staðnum til að segja fyrir verkum og elda sjálf þannig að núna vorum við eins og vængbrotinn fugl að reyna að fljúga. Þar að auki var mömmu illt í löppunum. Allt gekk þó að lokum og við borðuðum hefðbundna jólamáltíð og amma sat actually við borðið og borðaði (í fyrsta sinn). Henni fannst meira að segja bara gaman á spýtalanum því hún lenti á hjúkku sem hún hafði verið að vinna með fyrir 30 árum sem mundi eftir henni.
Þegar kvöldið var búið fórum við heim og opnuðum pakka og þvílíka pakka. Ég fékk alveg æðislegar gjafir. Ég ætla samt bara að segja frá einni og það er gjöfin frá Svanhvíti (takk Svanhvít!!!!!). Hún gaf mér litla heimatilbúna bók með myndum af mér frá því í MH sem er alveg æði, það eru myndir af "my fat period", listinn góði yfir alla staðina sem við fórum á í London, Bítlamyndir og svo mikið meira. Svanhvít á inni stórt knús og stóran ís og lítinn bjór. :-)
N.B. Þeir sem gáfu mér ekki gjöf eiga ekki að vera fúlir yfir þessar lofgjörð um Svanhvíti því ég gaf engar jólagjafir sjálf og bað sérstaklega um að mér yrðu ekki gefnar jólagjafir!
Eins og ég segi þetta var eftirminnilegt kvöld. Gleðileg jól!!!
Aðfangadagur byrjaði nógu sakleysislega, ég vann 400 kall á happaþrennu, gerði smá last minute shopping, fór í pakkaleiðangur og hlustaði á jólalög með mömmu. Mamma hefur aldrei eldað heima á aðfangadagskvöld því við förum alltaf til ömmu. Ég er tvítug og hef aldrei borðað heima hjá mér á jólunum, ég trúi því varla. Ég og mamma fórum til ömmu um 5 leitið til að hjálpa henni að elda, Stella og þau afboðuðu sig vegna pestar og Haukur frændi og fjölskylda eru í Malasíu þannig að það var fámennt en góðmennt. Upp úr 6 komu fleiri gestir, ég sat inni í stofu og las LOTR því nærveru minnar var ekki óskað í eldhúsinu. Síðan kallaði mamma í mig "Þura mín hjálpaðu ömmu þinni að skipta um plástur á puttanum." Amma hafði skorið sig fyrr um daginn og lýsti sárinu sem örlitlum punkti á enda vísifingurs en þegar ég kom inn á bað var allur vaskurinn útataður í blóði og ég áttaði mig á því að þetta væri meira en lítill punktur og síðan sá ég stóran skurð þvert yfir fingurgóminn á ömmu minni. Amma er svo mikilll töffari að hún viðurkennir aldrei ef eitthvað svona kemur fyrir. Ég sagði við ömmu að hún þyrfti að fara upp á slysó og láta sauma, fyrst þvertók hún fyrir það en eftir smá fortölur fékkst hún til að láta Óla frænda keyra sig. Við lofuðum að redda eldamennskunni og byrja að borða án hennar. Gallin var bara að hún hafði alltaf verið á staðnum til að segja fyrir verkum og elda sjálf þannig að núna vorum við eins og vængbrotinn fugl að reyna að fljúga. Þar að auki var mömmu illt í löppunum. Allt gekk þó að lokum og við borðuðum hefðbundna jólamáltíð og amma sat actually við borðið og borðaði (í fyrsta sinn). Henni fannst meira að segja bara gaman á spýtalanum því hún lenti á hjúkku sem hún hafði verið að vinna með fyrir 30 árum sem mundi eftir henni.
Þegar kvöldið var búið fórum við heim og opnuðum pakka og þvílíka pakka. Ég fékk alveg æðislegar gjafir. Ég ætla samt bara að segja frá einni og það er gjöfin frá Svanhvíti (takk Svanhvít!!!!!). Hún gaf mér litla heimatilbúna bók með myndum af mér frá því í MH sem er alveg æði, það eru myndir af "my fat period", listinn góði yfir alla staðina sem við fórum á í London, Bítlamyndir og svo mikið meira. Svanhvít á inni stórt knús og stóran ís og lítinn bjór. :-)
N.B. Þeir sem gáfu mér ekki gjöf eiga ekki að vera fúlir yfir þessar lofgjörð um Svanhvíti því ég gaf engar jólagjafir sjálf og bað sérstaklega um að mér yrðu ekki gefnar jólagjafir!
Eins og ég segi þetta var eftirminnilegt kvöld. Gleðileg jól!!!
miðvikudagur, desember 24, 2003
Þorláksmessa í nokkrar mínútur í viðbót og síðan koma jól. Ég er einu sinni ekki búin að hafa tíma til að hlakka til. Ó vell, þau koma nú samt.
Á laugardaginn fór ég í síðasta prófið mitt eftir að hafa lært takmarkað fyrir það, aðallega nóttina áður. Ég brann inni á tíma goddamnit, en ég held alveg að ég nái. Síðan hitti ég Héðin, vei :-) Við fórum í búðir og hann hélt á veskinu mínu og horfði á mig máta föt lengi lengi og kvartaði ekki einu sinni. Ég endaði á því að hringja í mömmu og spurja hvort ég mætti kapa jólagjöfina frá henni til mín því ég væri búin að finna svo æðisleg föt. Hún sagði já og amen og ég fékk mér jakka og skó í stíl í Zöru sem mér finnst æðisleg búð. Síðan fór ég í útskriftarveislu til Svenna, til hamingju Svenni! Ég fór með svörtu stúdentahúfuna mína af því að mér finnst svo gaman að vera með uniform húfu. Það hefði verið betra hefði ég ekki verið eina manneskjan á svæðinu með húfu :-/ Um kvöldið tók ég Héðinn með mér í partý til Jakobs verkfræðinema sem er æði. Náungi sem heitir Svenni (ekki sami Svenni og áðan) var á staðnum og það má segja að hann hafi leitt furðulegar samræður allt kvöldið. Síðan verð ég að segja að Jón Einar er algjört æði.
Sunnudagurinn var ekki sunnudagur heldur Lord of the Rings dagur. Ég og Héðinn fórum á 10 tíma maraþonsýningu með Elínu og Atla og vinkonu Elínar og Stebba og vinum hans. Stebbi sagði við mig daginn eftir: "Vinkona vinkonu þinnar og vinkona mín þekktust." Sem var fínt því þá þekktust nánast allir. Það var æðislegt í bíó!!!! Það var algerlega þess virði að sitja á rassinum í heilan dag og horfa á ALLT ævintýrið um hringinn. Þriðja myndin er rosalega góð, það myndaðist líka svo skemmtileg stemning í salnum, þegar eitthvað svalt gerðist þá klöppuðu og kölluðu allir, aðallega þegar Gimli var fyndinn. Mér fannst skemma pínu fyrir að ég er búin að sjá special edition af númer eitt og fannst vanta margt mikilvægt í hana.
Í gærkvöldi fórum við í dans. Það var ekki dans en Héðin langaði að dansa þannig að það var dans. Það er hentugt að vera eina stelpan á svæðinu á móti 3 herrum, ég valdi lag, valdi herra og síðan dönsuðum við. Síðan langaði Héðin svo mikið að spila Viltu vinna milljón? að við spiluðum það. Sú spurning sem vakt mesta kátínu var: "Hvaða sjúkdómur berst með moskítóflugum?" Valmöguleikarninr voru: gigt, malaría, sjóveiki og tennisolnbogi. Þetta var reyndar bara 5.000 kr spurning þær voru ekki allar svona heimskulegar.
Ég setti nýtt kommentakerfi á síðuna, HaloScan í staðin fyrir SquawkBox. Þetta þýðir að öll gömlu kommentin eru horfin, ef þið væruð til í að skrifa þau öll aftur þá væri það rosa fínt.
Á laugardaginn fór ég í síðasta prófið mitt eftir að hafa lært takmarkað fyrir það, aðallega nóttina áður. Ég brann inni á tíma goddamnit, en ég held alveg að ég nái. Síðan hitti ég Héðin, vei :-) Við fórum í búðir og hann hélt á veskinu mínu og horfði á mig máta föt lengi lengi og kvartaði ekki einu sinni. Ég endaði á því að hringja í mömmu og spurja hvort ég mætti kapa jólagjöfina frá henni til mín því ég væri búin að finna svo æðisleg föt. Hún sagði já og amen og ég fékk mér jakka og skó í stíl í Zöru sem mér finnst æðisleg búð. Síðan fór ég í útskriftarveislu til Svenna, til hamingju Svenni! Ég fór með svörtu stúdentahúfuna mína af því að mér finnst svo gaman að vera með uniform húfu. Það hefði verið betra hefði ég ekki verið eina manneskjan á svæðinu með húfu :-/ Um kvöldið tók ég Héðinn með mér í partý til Jakobs verkfræðinema sem er æði. Náungi sem heitir Svenni (ekki sami Svenni og áðan) var á staðnum og það má segja að hann hafi leitt furðulegar samræður allt kvöldið. Síðan verð ég að segja að Jón Einar er algjört æði.
Sunnudagurinn var ekki sunnudagur heldur Lord of the Rings dagur. Ég og Héðinn fórum á 10 tíma maraþonsýningu með Elínu og Atla og vinkonu Elínar og Stebba og vinum hans. Stebbi sagði við mig daginn eftir: "Vinkona vinkonu þinnar og vinkona mín þekktust." Sem var fínt því þá þekktust nánast allir. Það var æðislegt í bíó!!!! Það var algerlega þess virði að sitja á rassinum í heilan dag og horfa á ALLT ævintýrið um hringinn. Þriðja myndin er rosalega góð, það myndaðist líka svo skemmtileg stemning í salnum, þegar eitthvað svalt gerðist þá klöppuðu og kölluðu allir, aðallega þegar Gimli var fyndinn. Mér fannst skemma pínu fyrir að ég er búin að sjá special edition af númer eitt og fannst vanta margt mikilvægt í hana.
Í gærkvöldi fórum við í dans. Það var ekki dans en Héðin langaði að dansa þannig að það var dans. Það er hentugt að vera eina stelpan á svæðinu á móti 3 herrum, ég valdi lag, valdi herra og síðan dönsuðum við. Síðan langaði Héðin svo mikið að spila Viltu vinna milljón? að við spiluðum það. Sú spurning sem vakt mesta kátínu var: "Hvaða sjúkdómur berst með moskítóflugum?" Valmöguleikarninr voru: gigt, malaría, sjóveiki og tennisolnbogi. Þetta var reyndar bara 5.000 kr spurning þær voru ekki allar svona heimskulegar.
Ég setti nýtt kommentakerfi á síðuna, HaloScan í staðin fyrir SquawkBox. Þetta þýðir að öll gömlu kommentin eru horfin, ef þið væruð til í að skrifa þau öll aftur þá væri það rosa fínt.
þriðjudagur, desember 23, 2003
föstudagur, desember 19, 2003
Ég var að lenda í Gallup könnun um Símann, það er fátt skemmtilegra á föstudagskvöldi heldur en að svara spurningum um fjarskiptafyrirtæki þegar maður á að vera að læra fyrir próf. Í byrjun spurði gellan hversu vel ég þekkti nokkur fjarskiptafyrirtæki, Símann, OgVodafone og hvað þetta drasl heitir. Ég fattaði of seint að ég hefði átt að þykjast þekkja ekki neitt því allar spurningarnar sem komu á eftir byrjuðu á "Þú sagðist þekkja BT gsm, OgVodafone...bla bla bla bla, þannig að næstu spurningar verða um þau fyrirtæki!" Síðan svaraði ég spurningum eins og "Hversu satt er eftirfarani um þig: Að láta aðra halda að þú eigir mikið af peningum?" Ef ég svaraði "uhh bara ekkert svo" þá fór gellan að telja upp "Algjörlega ósammála, verulega ósammála, lítilega ósammála..." og taldi upp allan listann þangað til ég greip fram í. Þá skipti ég um tækni og fór að svara "Verulega ósammála" o.s.frv. En þá voru bara komnir nýjir valkostir "Sko, núna áttu að svara það mjög ósammála, frekar ósammála...." Þrátt fyrir allan valkostaruglinginn voru já/nei spurningarnar leiðinlegastar, ég hætti að hlusta og sagði bara "nei, nei, nei..." eins og A Hard Day´s Night platan mín. Nema þar er endurtekna setningn "Should have known better with að girl like you, should have..." að mig minnir.
Ég eldaði í kvöld, eða gerði tilraun til þess, þangað til mamma hætti að treysta mér og ýtti mér í burtu og kláraði að elda sjálf. Ég var samt látin blanda dósa-tómötonum og dósa-sveppunum saman í blandaranum. Þegar mamma gerir það kemur svona fallega rauð sósa, núna kom kúkabrún sósa. Pabbi þefaði líka mikið af matnum og lét mig fá mér fyrst áður en hann hætti á það að fá sér sjálfur.
Ég eldaði í kvöld, eða gerði tilraun til þess, þangað til mamma hætti að treysta mér og ýtti mér í burtu og kláraði að elda sjálf. Ég var samt látin blanda dósa-tómötonum og dósa-sveppunum saman í blandaranum. Þegar mamma gerir það kemur svona fallega rauð sósa, núna kom kúkabrún sósa. Pabbi þefaði líka mikið af matnum og lét mig fá mér fyrst áður en hann hætti á það að fá sér sjálfur.
fimmtudagur, desember 18, 2003
Það var jóla-eitthvað í vinnunni hans pabba í kvöld þannig að ég keyrði hann og sótti, það fékk síðan maður far með okkur heim. Þeir voru búnir að drekka soldinn bjór og maðurinn segir eitthvað um að ég sé hugguleg, síðan spyr hann hvort ég sé fjölskyldumanneskja. Ég svaraði "Ég er dóttir hans!" og bendi á pabba. Maðurinn varð frekar hissa, það er kannski ekkert skrýtið því það er ekki algengt að maður á pabba aldri eigi svona unga dóttur. Eða kannski er ég bara hissa yfir að hafa verið spurð hvort ég væri fjölskyldumanneskja. Ég, börn????
Ég fór í Smáralindina í dag sérstaklega til að kaupa nýjan bol fyrir jólin. Venjulega fer ég í búðir án þess að ætla að kaupa neitt og finn alveg fullt sem mig langar í, í dag fann ég ekki neitt. Búhú Smáralind! Karlmenn í kvenfatabúðum eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit, þeir vita svo alls ekki hvað þeir eiga að gera eða hvert þeir eiga að horfa, það er svo vandræðalegt að það er æðislegt. Í þau fáu skipti sem Héðinn kemur með mér í kvenfatabúð, hann víkur ekki frá mér, hann bókstaflega heldur sig í lágmark 1 metra fjarlægð frá mér. Mér finnst það frekar skrítið, því ég get ekki verslað með einhvern horfandi yfir öxlina á mér. Betra er þegar búðin selur líka karlaföt, þá er hann horfinn.
(Mamma og pabbi eru að horfa á Ali G og ekki alveg að fatta, það er fyndið að horfa á þau horfa á hann.)
Það er eitt próf eftir *dæs* og ég er ekki byrjuð að læra fyrir það og ég nenni ekki að læra fyrir það og mig langar að vera komin í jólafrí eins og sumir (og fleiri sumir). Jólafrí komdu!!!
(Núna er pabbi búinn að fatta að þetta sé djók en mamma er ennþá clueless tíhí)
Mamma var í aðgerð í gær þannig að ég er yfirkokkur á heimilinu, það er ógeðslega gaman og ég er ógeðslega góð að elda. Í gær hafði ég pulsur og kartöflur, bæði sem þarf að sjóða með afar flóknum aðferðum og ég brenndi hvorugt! :) Ég hafði líka grænmeti með, hefði getað verið borið fram á holtinu. Í kvöld bauð ég upp á le ken du tucky f´ried, að hætti meistarans. Í dag fór ég í Nóatún og keypti ungnautahakk fyrir enn aðra glæsimáltíðina sem ég ætla að framreiða á morgun. Það var soldið fyndið, það er maður í kod sem lítur út fyrir að vera slátrari og síðan komst ég að því að hann er slátrari, og hann afgreiddi mig (hann lítur sko út eins og slátrari í teiknimyndum og þessvegna var það fyndið).
(Mamma og pabbi eru ennþá að horfa, þau eru svo fyndin)
Ég er búin að fá eitt jólakort, takk Hekla og Nils! :) Ekki að ég sendi jólakort sjálf.
Ég fór í Smáralindina í dag sérstaklega til að kaupa nýjan bol fyrir jólin. Venjulega fer ég í búðir án þess að ætla að kaupa neitt og finn alveg fullt sem mig langar í, í dag fann ég ekki neitt. Búhú Smáralind! Karlmenn í kvenfatabúðum eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit, þeir vita svo alls ekki hvað þeir eiga að gera eða hvert þeir eiga að horfa, það er svo vandræðalegt að það er æðislegt. Í þau fáu skipti sem Héðinn kemur með mér í kvenfatabúð, hann víkur ekki frá mér, hann bókstaflega heldur sig í lágmark 1 metra fjarlægð frá mér. Mér finnst það frekar skrítið, því ég get ekki verslað með einhvern horfandi yfir öxlina á mér. Betra er þegar búðin selur líka karlaföt, þá er hann horfinn.
(Mamma og pabbi eru að horfa á Ali G og ekki alveg að fatta, það er fyndið að horfa á þau horfa á hann.)
Það er eitt próf eftir *dæs* og ég er ekki byrjuð að læra fyrir það og ég nenni ekki að læra fyrir það og mig langar að vera komin í jólafrí eins og sumir (og fleiri sumir). Jólafrí komdu!!!
(Núna er pabbi búinn að fatta að þetta sé djók en mamma er ennþá clueless tíhí)
Mamma var í aðgerð í gær þannig að ég er yfirkokkur á heimilinu, það er ógeðslega gaman og ég er ógeðslega góð að elda. Í gær hafði ég pulsur og kartöflur, bæði sem þarf að sjóða með afar flóknum aðferðum og ég brenndi hvorugt! :) Ég hafði líka grænmeti með, hefði getað verið borið fram á holtinu. Í kvöld bauð ég upp á le ken du tucky f´ried, að hætti meistarans. Í dag fór ég í Nóatún og keypti ungnautahakk fyrir enn aðra glæsimáltíðina sem ég ætla að framreiða á morgun. Það var soldið fyndið, það er maður í kod sem lítur út fyrir að vera slátrari og síðan komst ég að því að hann er slátrari, og hann afgreiddi mig (hann lítur sko út eins og slátrari í teiknimyndum og þessvegna var það fyndið).
(Mamma og pabbi eru ennþá að horfa, þau eru svo fyndin)
Ég er búin að fá eitt jólakort, takk Hekla og Nils! :) Ekki að ég sendi jólakort sjálf.
þriðjudagur, desember 16, 2003
Eðlisfræðiprófið er búið og ekki hægt annað en gleðjast yfir því, mér líður eins og ég hafi fengið að opna jólapakka snemma. Þetta var samt drulluerfitt próf og mér finnst ekki líklegt að ég nái því, það væri samt svo mikið æði ef næði þessu prófi, en ef ég geri það ekki þá mun ég alveg díla við það (vá ég er komin í hring). Ég var ekkert stressuð fyrir prófið í gær, ég og Bob Dylan reiknuðum dæmi alveg til 2 í nótt og þá var eðlisfræðin bara næstum því skemmtileg.
Næst á dagskrá er rekstrarfræði í fyrramálið, þetta er svona próf sem maður má taka bókina og allar glósur með í þannig ég þarf bara rétt að kíkja á nokkur dæmi. Svo fengum við líka geðveikt góða einkunn fyrir 30% verkefnið sem ég var alltaf að væla yfir í nóvember, þannig að ég næ þessu pottþétt.
Fróðleikur dagsins: Í ár eru Stóru-brandajól. Það eru svona löng jól. Þetta lærir maður þegar maður fer í háskólann.
Næst á dagskrá er rekstrarfræði í fyrramálið, þetta er svona próf sem maður má taka bókina og allar glósur með í þannig ég þarf bara rétt að kíkja á nokkur dæmi. Svo fengum við líka geðveikt góða einkunn fyrir 30% verkefnið sem ég var alltaf að væla yfir í nóvember, þannig að ég næ þessu pottþétt.
Fróðleikur dagsins: Í ár eru Stóru-brandajól. Það eru svona löng jól. Þetta lærir maður þegar maður fer í háskólann.
mánudagur, desember 15, 2003
Einn dagur í eðlisfræðipróf, ég á bara eftir að fara yfir 340 blaðsíður og reikna nokkur dæmi, það er ekkert agalegt. Ég ætla nú samt að sleppa litlu jólunum hjá Jógúrt þó að Kjartan ætli að gera heitt súkkulaði. Muna bara að dansa fyrst og borða svo! Við höfum klikkað á því síðustu skipti og endað á því að dansa ekki neitt og sitja bara og borða meira. Héðinn kemur í bæinn í kvöld, ekki það að ég geti hitt hann, ég þarf að læra. Ég ætla bara að senda hann í dans. Ég veit ég er svo góð við hann.
laugardagur, desember 13, 2003
Ég er búin að komast að því afhverju stafirnir mínir stækkuðu í nótt, það braust ekki púki inn í tölvuna mína heldur stækkaði blogger sjálfur, það kom fyrir fleiri. En ég er búin að ráða niðurlögum vandans, ég lagaði minnkunar potion sem ég lét stafina drekka, ha ha ha. Kannski minnka stafirnir mínir þá endalaust mikið þegar blogger lagar stækkunina, það væri nú skemmtilegt. Semsagt mín eina skemmtun er tölva þessa dagana. Núna eru bara 3 próf eftir og ég ætla að taka á því í viku í viðbót.
Tölvunarfræðiprófið var slæmt, ég stórefast um að ég hafi náð að gera helming rétt. Ég sat í þrjá tíma og forritaði á blað, þegar ég var búin rétt leit ég yfir prófið og taldi atriðin sem ég var pottþétt á að væru rétt, þau voru svona 25 af hundrað. Ég vona bara að ég hafi slysast til að gera önnur 25 atriði rétt.
Fleiri myndir hef ég sett í netalbúm fyrir sem flesta að skoða, í þetta skiptið eru það Bítlarnir sem eru myndefni. Með þeim eru einhverjir únglíngar að dimmitera og tvær stelpur með hvítar húfur. Síðan linkaði ég líka inn á myndirnar frá Noregi af því að ferðasagan er með og hún er soldið skemmtileg.
Tölvunarfræðiprófið var slæmt, ég stórefast um að ég hafi náð að gera helming rétt. Ég sat í þrjá tíma og forritaði á blað, þegar ég var búin rétt leit ég yfir prófið og taldi atriðin sem ég var pottþétt á að væru rétt, þau voru svona 25 af hundrað. Ég vona bara að ég hafi slysast til að gera önnur 25 atriði rétt.
Fleiri myndir hef ég sett í netalbúm fyrir sem flesta að skoða, í þetta skiptið eru það Bítlarnir sem eru myndefni. Með þeim eru einhverjir únglíngar að dimmitera og tvær stelpur með hvítar húfur. Síðan linkaði ég líka inn á myndirnar frá Noregi af því að ferðasagan er með og hún er soldið skemmtileg.
föstudagur, desember 12, 2003
Próf á morgun og í tölvunarfræði af öllum fögum, oj talandi um leiðinlegt fag. Ekki það að forritunin sjálf sé svo leiðinleg, heldur bara hvernig þetta er búið að vera kennt og það sem er ætlast til að maður kunni, það er alveg út í hróa. Ég verð víst að taka þessu eins og maður og læra fyrir þetta helv próf og fara í það á morgun. Þetta var ókeypis speki dagsins.
Pólitíska hornið
Ég verð að tala aðeins um pólitík. Þessar elskur sem eru á Alþingi eru að hækka lífeyrinn sinn. Þeir eru veruleikafirrtir, ein af ástæðunum sem þeir gáfu upp var að það væri svo vandræðilegt fyrir roskna þingmenn sem væru búnir að sitja lengi og væru að hætta á þingi að leita sér að annarri vinnu. Já endilega eyðum nokkrum milljónum í að spara einhverjum gömlum köllum nokkra mínútna vandræðaleika. Davíð sagði síðan að þetta væri aðeins um milljón kall á næsta ári, bíddu hverjir eru að hætta þá? Hann sjálfur, já og Olrich. Síðan settu stjórnarandstöðuflokkarnir alveg punktinn yfir i-ið í dag þegar þeir drógu stuðning sinn til baka um leið og fólk fór að mótmæla, en samt ekki allir, hvað varð um að taka afstöðu og standa við hana? Ráðherrarnir ætla að taka sér ca. 70% lífeyri á meðan venjulegur maður fær 40%, jú jú hljómar ekkert ósanngjarnt, þeir erfiða í nokkra mánuði á ári fyrir okkur hin, nema að 70% af 500 kalli er aðeins meira en 40% af 100 kalli, þá er það ekki lengur sanngjarnt. Er verið að biðja þjóðina um að gera uppreisn og drepa Davíð eða hvað?
Pólitíska hornið
Ég verð að tala aðeins um pólitík. Þessar elskur sem eru á Alþingi eru að hækka lífeyrinn sinn. Þeir eru veruleikafirrtir, ein af ástæðunum sem þeir gáfu upp var að það væri svo vandræðilegt fyrir roskna þingmenn sem væru búnir að sitja lengi og væru að hætta á þingi að leita sér að annarri vinnu. Já endilega eyðum nokkrum milljónum í að spara einhverjum gömlum köllum nokkra mínútna vandræðaleika. Davíð sagði síðan að þetta væri aðeins um milljón kall á næsta ári, bíddu hverjir eru að hætta þá? Hann sjálfur, já og Olrich. Síðan settu stjórnarandstöðuflokkarnir alveg punktinn yfir i-ið í dag þegar þeir drógu stuðning sinn til baka um leið og fólk fór að mótmæla, en samt ekki allir, hvað varð um að taka afstöðu og standa við hana? Ráðherrarnir ætla að taka sér ca. 70% lífeyri á meðan venjulegur maður fær 40%, jú jú hljómar ekkert ósanngjarnt, þeir erfiða í nokkra mánuði á ári fyrir okkur hin, nema að 70% af 500 kalli er aðeins meira en 40% af 100 kalli, þá er það ekki lengur sanngjarnt. Er verið að biðja þjóðina um að gera uppreisn og drepa Davíð eða hvað?
fimmtudagur, desember 11, 2003
Eitt búið, fjögur eftir. Í morgun tók ég mitt fyrsta alvörupróf (miðannarpróf eru bara prump) í alvöru skóla (mh var bara plat). Það var stærðfræðigreining, þegar ég fór að sofa í gærkvöldi búin að reikna öll gömul próf sem ég fann komst í að þeirri niðurstöðu að ég væri ógeðslega góð í stærðfræði og að ég myndi rústa þessu prófi, sem ég og er, og sem ég og gerði. Prófið var mjög sanngjarnt og ég var mjög sátt þegar ég gekk út, ég býst við að fá einkunn einhversstaðar á bilinu náð og 8, sem væri outstanding ef ég væri í Hogwarths. Ég viðurkenni að ég er ekki eins góð í stafsetningu.
Núna þarf ég að byrja að læra fyrir næsta próf sem er á laugardaginn, er samt að spá í að fresta því aðeins því ég vil ekki eyðileggja góða skapið alveg strax. Vinir mínir eru í prófum eða að vinna þannig að ég ætla hanga með hinum vinum mínum, Joey, Rachel, Chandler og þeim.
Núna þarf ég að byrja að læra fyrir næsta próf sem er á laugardaginn, er samt að spá í að fresta því aðeins því ég vil ekki eyðileggja góða skapið alveg strax. Vinir mínir eru í prófum eða að vinna þannig að ég ætla hanga með hinum vinum mínum, Joey, Rachel, Chandler og þeim.
þriðjudagur, desember 09, 2003
Ég var að finna myndirnar sem ég tók þegar ég of Elín fórum hringinn í kringum landið í sumar :) og setti nokkrar í myndaalbúm hjá yahoo. Þetta er ekki flottasta albúmið en þetta eru flottustu myndirnar og linkinn má finna undir Myndir.
Tveir dagar í próf. Ég get ekki einbeitt mér. Í morgun vaknaði ég klukkan 8 og til þess að fresta því að læra straujaði ég nokkrar flíkur og koddaver, tók til í nærfataskúffunni minni, gerði við einn bol, henti nokkrum ónýtum bolum, ákvað í hverju ég ætla að fara á nýjársfagnað kod, las leikfangablaðið (vel), borðaði popp, fékk mér þrisvar hádegismat (maður á ekki að læra á fastandi maga) og var illt í maganum af of miklu áti (maður þarf ekki að læra þegar manni er illt). Því miður felur engin af þessum atöfnum í sér að finna útgildi með tvídiffrunaraðferðinni. Það væri nokkuð magnað ef að maður þyrfti alltaf að heilda eitt heildi eða finna rúmmál keilu þegar maður opnar ísskápinn eða setur í þvottavélina, þá væri ég bæði betur undirbúin fyrir stærðfræðiprófið og mjórri (og ætti miklu hreinni föt?).
Annars er ég á leiðinni á einhverja sýningu í skólanum hans pabba og síðan að kaupa miða á LOTR ef Regnboganum þóknast að hafa kassann opinn þegar ég mæti á svæðið. Og þar á eftir, getið hvað, já að heilda og deilda.
Annars er ég á leiðinni á einhverja sýningu í skólanum hans pabba og síðan að kaupa miða á LOTR ef Regnboganum þóknast að hafa kassann opinn þegar ég mæti á svæðið. Og þar á eftir, getið hvað, já að heilda og deilda.
sunnudagur, desember 07, 2003
Blogger er eitthvað klikk, hann vildi ekki hleypa mér inn... en allt gekk að lokum.
Á laugardaginn fyrir viku auglýsti Eskimo Models eftir hópum, sem eru að leita eftir fjáröflun nota bene, á skrá og einhverjum snillingnum í jógúrt datt í hug að skrá hópinn. Fjórum dögum eftir skráningu fengum við okkar fyrsta verkefni, ég mætti ásamt fleirum í kalda bílageymslu í Kópavogi á föstudaginn og gerði ýmislegt sem ekki má segja frá. Já það er official, ég lék í minni fyrstu auglýsingu á föstudaginn. Frami og dýrð here I come! Annars var þetta aðallega bara kalt og ekkert merkilegt. Síðan fór ég í fjölskyldumatarboð með mömmu og pabba, þau geta ekki hugsað sér að fara án mín, því ég keyri alltaf. Ragna frænka var á svæðinu en Barbí hvergi sjáanlegur. Hápunktur kvöldsins var þegar Ragna fór að leika við Ask (hundinn sinn) og hinum frænkunum datt strax í hug Stebbi. Stella og Ásdís hittu hann í einn dag úti í Danmörku hjá Ásu frænku og finnst hann æði. Mamma hefur hitt hann heima og Ragna var í skóla með honum og allar sögðu þær hver upp í aðra "hann Stebbi er svo indæll" o.s.frv. Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða ekki en þessi umræða spannst út frá heimilishundinum, nú verður hver að dæma fyrir sig.
Á laugardaginn var ég ansi öflug og lærði 120 blaðsíður í stærðfræðigreiningu, og Elín, það virkar að hafa calculus lokaðan hjá sér, vitneskjan smýgur inn á meðan!
Um kvöldið fór ég á Love Actually, sem ég hélt fyrst að væri svona væmin bresk vella. Það er svo rangt, þetta er æðisleg mynd. Svona mynd sem maður vill ekki að hætti. Hugh Grant var meira að segja mjög þolanlegur. Ég vil ekki segja mikið um myndina til að skemma ekki því að það verða allir að sjá þessa mynd. Hun er um ást, reyndar og það er eiginlega nóg lýsing. Myndin stendur algerlega undir nafni, hún fjallar um ást og maður labbar út og óskar þess að maður sé ástfanginn, ég er farin að babla núna. Punkturinn er, það eiga allir að fara með kærustu / kærasta sínum á þessa mynd og njóta.
Eitt en, það hangir skrítið fólk í Öskjuhlíðinni. Ég var þreytt á lærdómnum um þrjúleitið í gær og fór út og fékk mér ferskt loft. Ég labbaði í Öskjuhlíðina, þegar ég var á stígnum fyrir neðan trén samsíða fugvellinum heyrði ég hróp og köll, augljóslega Íslendingar á fyllerýi. Þegar ég kom nær sá ég nokkra menn í stuttbuxum í bjórþambskeppni og fólk í kringum að hvetja, síðan voru mennirnir sendir í kapp-skokk, fullir. Þeir héldu ekki jafnvægi á stígnum og skokkuðu beint á ská, mér leið ekkert of vel að vera vitni að þessu og flýtti mér í burtu.
Á laugardaginn fyrir viku auglýsti Eskimo Models eftir hópum, sem eru að leita eftir fjáröflun nota bene, á skrá og einhverjum snillingnum í jógúrt datt í hug að skrá hópinn. Fjórum dögum eftir skráningu fengum við okkar fyrsta verkefni, ég mætti ásamt fleirum í kalda bílageymslu í Kópavogi á föstudaginn og gerði ýmislegt sem ekki má segja frá. Já það er official, ég lék í minni fyrstu auglýsingu á föstudaginn. Frami og dýrð here I come! Annars var þetta aðallega bara kalt og ekkert merkilegt. Síðan fór ég í fjölskyldumatarboð með mömmu og pabba, þau geta ekki hugsað sér að fara án mín, því ég keyri alltaf. Ragna frænka var á svæðinu en Barbí hvergi sjáanlegur. Hápunktur kvöldsins var þegar Ragna fór að leika við Ask (hundinn sinn) og hinum frænkunum datt strax í hug Stebbi. Stella og Ásdís hittu hann í einn dag úti í Danmörku hjá Ásu frænku og finnst hann æði. Mamma hefur hitt hann heima og Ragna var í skóla með honum og allar sögðu þær hver upp í aðra "hann Stebbi er svo indæll" o.s.frv. Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða ekki en þessi umræða spannst út frá heimilishundinum, nú verður hver að dæma fyrir sig.
Á laugardaginn var ég ansi öflug og lærði 120 blaðsíður í stærðfræðigreiningu, og Elín, það virkar að hafa calculus lokaðan hjá sér, vitneskjan smýgur inn á meðan!
Um kvöldið fór ég á Love Actually, sem ég hélt fyrst að væri svona væmin bresk vella. Það er svo rangt, þetta er æðisleg mynd. Svona mynd sem maður vill ekki að hætti. Hugh Grant var meira að segja mjög þolanlegur. Ég vil ekki segja mikið um myndina til að skemma ekki því að það verða allir að sjá þessa mynd. Hun er um ást, reyndar og það er eiginlega nóg lýsing. Myndin stendur algerlega undir nafni, hún fjallar um ást og maður labbar út og óskar þess að maður sé ástfanginn, ég er farin að babla núna. Punkturinn er, það eiga allir að fara með kærustu / kærasta sínum á þessa mynd og njóta.
Eitt en, það hangir skrítið fólk í Öskjuhlíðinni. Ég var þreytt á lærdómnum um þrjúleitið í gær og fór út og fékk mér ferskt loft. Ég labbaði í Öskjuhlíðina, þegar ég var á stígnum fyrir neðan trén samsíða fugvellinum heyrði ég hróp og köll, augljóslega Íslendingar á fyllerýi. Þegar ég kom nær sá ég nokkra menn í stuttbuxum í bjórþambskeppni og fólk í kringum að hvetja, síðan voru mennirnir sendir í kapp-skokk, fullir. Þeir héldu ekki jafnvægi á stígnum og skokkuðu beint á ská, mér leið ekkert of vel að vera vitni að þessu og flýtti mér í burtu.
fimmtudagur, desember 04, 2003
Ég var að koma frá tannsa, hann þurfti að bora smá :( en bara af því að það var svartur punktur á einni tönninni, hann vildi taka hann áður en það kæmi alvöru skemmd. Þannig að tæknilega séð þá hef ég enn aldrei fengið skemmd. Síðan fékk ég að borga, uppáhaldið mitt, 8.500 krónur. Ég spurði hvort hann væri með stúdentaafslátt, hann varð frekar móðgaður og sagði "Þetta ER með afslætti, þetta á að kosta yfir tíuþúsund krónur!" Átti ég þá að vera ánægð með að spara tæpan 2.000 kall? Það var samt eitt skemmtilegt við tannlækninn. Hann sagði að á skalanum 1 til 10 fengju mínar tennur 10, því þær eru svo...góðar, jey (fróðir menn segja að það sé sveitó að hafa y í jey, mér bara finnst jei eitthvað svo pleh, if you know what I mean) !
Ó nei er að verða of sein í dæmatíma.
Ó nei er að verða of sein í dæmatíma.
miðvikudagur, desember 03, 2003
Árstíðin með stóru n-i nálgast, prófa-árstíðin. Ég ætlaði að vera ýkt dugleg að læra í dag, endaði á því að drekka bjór á tómum kofanum klukkan 4 að degi til. Ég mætti í eðlisfræði og horfði á kennarann reikna prófið frá því í fyrra, ég bíð eftir kraftaverki til að ég nái (og læri líka, ég veit það virkar ekki að sitja bara og bíða).
Það var skemmtileg auglýsing í blaðinu í gær frá Lyf og heilsu. Það stóð "Áttu eitthvað gott til að dekra við kærustuna?" fyrir neðan mynd af aulalegum ungum manni, síðan komu myndir af dótinu sem verið var að auglýsa. Júgursmyrsl aðeins 336 kr og SABAL pillur fyrir blöðruhálskirtilinn. Umm frábært, ég vona kærastinn minn eigi júgursmyrsl næst þegar við ætlum að hafa það kósý saman.
Það var skemmtileg auglýsing í blaðinu í gær frá Lyf og heilsu. Það stóð "Áttu eitthvað gott til að dekra við kærustuna?" fyrir neðan mynd af aulalegum ungum manni, síðan komu myndir af dótinu sem verið var að auglýsa. Júgursmyrsl aðeins 336 kr og SABAL pillur fyrir blöðruhálskirtilinn. Umm frábært, ég vona kærastinn minn eigi júgursmyrsl næst þegar við ætlum að hafa það kósý saman.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Konan og Hamsturinn ~sönn saga~
Það var fyrir ekki svo löngu síðan að það voru kona og maður. Þau voru hjón. Einn daginn situr konan á stól í stofunni og les bók, ekki fylgir sögu þessari hvaða bók en máli skiptir að konan var berfætt. Maður hennar læðist að henni þar sem hún situr og kitlar hana undir ilinni. Konunni bregður og hún sprettur á fætur. Sekúndubroti síðar öskrar hún af öllum lífs og sálarkröftum. Þannig er mál með vexti að hjónin áttu engin börn, en þau áttu hamstur og konan hafði stigið beint á dýrið. Hamsturinn var alveg kraminn, það voru slettur úti um allt. Konan hafði kramið hamsturinn til dauða og þremur vikum seinna gat hún ekki ennþá stigið í fótinn sem steig á hamsturinn. Hún fann í hverju skrefi sem hún tók, loðinn, kraminn líkama gæludýrs síns. Á endanum leitaði hún til sálfræðings. Endir
Og þetta lesendur góðir er sönn saga.
Það var fyrir ekki svo löngu síðan að það voru kona og maður. Þau voru hjón. Einn daginn situr konan á stól í stofunni og les bók, ekki fylgir sögu þessari hvaða bók en máli skiptir að konan var berfætt. Maður hennar læðist að henni þar sem hún situr og kitlar hana undir ilinni. Konunni bregður og hún sprettur á fætur. Sekúndubroti síðar öskrar hún af öllum lífs og sálarkröftum. Þannig er mál með vexti að hjónin áttu engin börn, en þau áttu hamstur og konan hafði stigið beint á dýrið. Hamsturinn var alveg kraminn, það voru slettur úti um allt. Konan hafði kramið hamsturinn til dauða og þremur vikum seinna gat hún ekki ennþá stigið í fótinn sem steig á hamsturinn. Hún fann í hverju skrefi sem hún tók, loðinn, kraminn líkama gæludýrs síns. Á endanum leitaði hún til sálfræðings. Endir
Og þetta lesendur góðir er sönn saga.
mánudagur, desember 01, 2003
Ég tala ekki orð í spænsku en þegar ég fór óvart inn á þessa síðu þá hló ég. Það er mynd af gaur, síðan held ég að standi fyrir ofan myndina Hver er þessi gaur? Fyrir neðan ímynda ég mér að standi Mér finnst hann flottur :*. Ég veit það ekki, þetta er bara fyndið.
Steini sendi mér sms í gær "Þura, það er viðtal við þig í Tímariti Morgunblaðsins á bls. 27." Ég var ekki alveg að fatta, en kíkti svo í blaðið og á blaðsíðu 27 var viðtal við konu sem var í Hlíðaskóla, á eðlisfræðibraut í MH og er vélaverkfræðingur. Hún lærði meira að segja í Bandaríkjunum, ég ætla að læra í Bandaríkjunum! Þessi kona virtist vera early edition af mér, síðan fór ég að lesa meira og þá sagðist hún hafa áhuga á gönguferðum um Hornstrandir, þar hætti resemblensið snarlega.
Ég hitti Elínu á kaffi París í dag (Gísli Marteinn var líka þar tíhí), hún vill alveg heimsækja mig í húsið mitt og spila tennis í bakgarðinum þegar við verðum stórar.
Steini sendi mér sms í gær "Þura, það er viðtal við þig í Tímariti Morgunblaðsins á bls. 27." Ég var ekki alveg að fatta, en kíkti svo í blaðið og á blaðsíðu 27 var viðtal við konu sem var í Hlíðaskóla, á eðlisfræðibraut í MH og er vélaverkfræðingur. Hún lærði meira að segja í Bandaríkjunum, ég ætla að læra í Bandaríkjunum! Þessi kona virtist vera early edition af mér, síðan fór ég að lesa meira og þá sagðist hún hafa áhuga á gönguferðum um Hornstrandir, þar hætti resemblensið snarlega.
Ég hitti Elínu á kaffi París í dag (Gísli Marteinn var líka þar tíhí), hún vill alveg heimsækja mig í húsið mitt og spila tennis í bakgarðinum þegar við verðum stórar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)