laugardagur, nóvember 29, 2003
Ég bætti inn kommentakerfi vegna fjölda / nokkurra áskoranna, ég fattaði samt ekki hvernig ég á að breyta textanum (aulabarn). Síðan er ég að sjálfsögðu búin að bæta Steina tík inn á linkalistann, rokkaðu áfram. Einnig bætti ég Halldóru og Orra inn, ég styð Halldóru í þeirri baráttu sinni að vera ekki alltaf kölluð Halldóra hans Orra og nefndi Orra Orri hennar Halldóru. You go girl! (Tekið skal fram að ég kalla Elínu aldrei Elínu Atla) En ef ég þekki strákinn betur en stelpuna þá á ég það til að segja Stelpan hans Stráksins.
Fyrst kemur það sem gerðist fyrst, síðan það sem gerðist næst o.s.frv. til að útskýra röðina á eftirfarandi orðum í röð.
Á miðvikudagskvöldið fór ég á Njálu myndina. Ég skemmti mér óheyrilega vel í 20 mínútur, síðan þurfti ég að hlusta á Bjarna Ólafs. Sjá nánari umfjöllun um lengd myndar og Bjarna Ólafs hér. Þar sem allir íslenskir, karlkyns leikarar sem vettlingi geta valdið leika í myndinni hef ég voða lítið að segja um þá, þeir voru fínir svona eins og venjulega. Sjá nánari umfjöllun um leikaraval hér. Umfjöllun í myndum má finna hér.
Á föstudaginn héldum við kynningu á rekstrarfræðiverkefninu, sem gekk vonum framar. Síðan borðuðum við pizzu í boði Handtölva og slepptum því að mæta í dæmatíma í línu (yndislegur dagur).
Um kvöldið fór ég í stelpu-jógúrt-föndur-idol-partý. Stelpurnar voru skemmtilegar, jógúrt var ekki til á heimilinu, föndrið var æði þegar ég fattaði hvernig ætti að gera kúlu, idol er ekki alveg mitt thing, partý partý. Það var Tinna (ofurgella / dúlla til skiptist eftir því sem henni hentar) sem hélt gleðskapinn, sem verður árlegur viðburður héðan í frá. Heiðrún mótmælti föndurgerð og teiknaði heila. Þegar leið á kvöldið hittum við hinn helminginn af jógúrt, strákana og skelltum okkur á Hljómaball. Við dönsuðum eins og brjálæðingar við öll hröðu lögin og klöppuðum mikið til að þeir myndu fatta að við vildum meira svona, þeir föttuðu ekki...gömlu kallarnir. Svo klukkan 2 þá bara hætti allt og við vorum bara búin að vera á staðnum í rúman klukkutíma, Hinrik og Elfar reyndu að fá endurgreitt og annar æsti sig meira en hinn. Síðan fórum við í bæinn, ég og Svava Dóra misskildum greinilega eitthvað því við héldum að við ætluðum að hittst á Hverfisbarnum en svo bara mætti enginn annar!!!!! Það kom seinna í ljós að barnið hafði ekki komist inn. Ég og Svava skemmtum okkur svaðalega vel þangað til það fóru ógeðslegir gaurar að reyna við okkur. Á leiðinni í bílinn hittum við nokkra sæta Norðmenn, Svava var ekkert smá svekkt þegar ég sagðist þurfa fara heim því ég væri að byrja í prófum og þyrfti að læra á morgun (dag).
Á miðvikudagskvöldið fór ég á Njálu myndina. Ég skemmti mér óheyrilega vel í 20 mínútur, síðan þurfti ég að hlusta á Bjarna Ólafs. Sjá nánari umfjöllun um lengd myndar og Bjarna Ólafs hér. Þar sem allir íslenskir, karlkyns leikarar sem vettlingi geta valdið leika í myndinni hef ég voða lítið að segja um þá, þeir voru fínir svona eins og venjulega. Sjá nánari umfjöllun um leikaraval hér. Umfjöllun í myndum má finna hér.
Á föstudaginn héldum við kynningu á rekstrarfræðiverkefninu, sem gekk vonum framar. Síðan borðuðum við pizzu í boði Handtölva og slepptum því að mæta í dæmatíma í línu (yndislegur dagur).
Um kvöldið fór ég í stelpu-jógúrt-föndur-idol-partý. Stelpurnar voru skemmtilegar, jógúrt var ekki til á heimilinu, föndrið var æði þegar ég fattaði hvernig ætti að gera kúlu, idol er ekki alveg mitt thing, partý partý. Það var Tinna (ofurgella / dúlla til skiptist eftir því sem henni hentar) sem hélt gleðskapinn, sem verður árlegur viðburður héðan í frá. Heiðrún mótmælti föndurgerð og teiknaði heila. Þegar leið á kvöldið hittum við hinn helminginn af jógúrt, strákana og skelltum okkur á Hljómaball. Við dönsuðum eins og brjálæðingar við öll hröðu lögin og klöppuðum mikið til að þeir myndu fatta að við vildum meira svona, þeir föttuðu ekki...gömlu kallarnir. Svo klukkan 2 þá bara hætti allt og við vorum bara búin að vera á staðnum í rúman klukkutíma, Hinrik og Elfar reyndu að fá endurgreitt og annar æsti sig meira en hinn. Síðan fórum við í bæinn, ég og Svava Dóra misskildum greinilega eitthvað því við héldum að við ætluðum að hittst á Hverfisbarnum en svo bara mætti enginn annar!!!!! Það kom seinna í ljós að barnið hafði ekki komist inn. Ég og Svava skemmtum okkur svaðalega vel þangað til það fóru ógeðslegir gaurar að reyna við okkur. Á leiðinni í bílinn hittum við nokkra sæta Norðmenn, Svava var ekkert smá svekkt þegar ég sagðist þurfa fara heim því ég væri að byrja í prófum og þyrfti að læra á morgun (dag).
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Hæfileiki sem ég held að flestir búi yfir: að fresta því sem mann langar ekki að gera eins lengi og maður getur.
Hæfileiki sem ég er að leggja rækt við núna: sjá hæfileikann að ofan.
Ég er að gera skýrslu, svona alvöru, um tilraun sem ég gerði í byrjun semptember og er algjörlega búin að gleyma núna. Þetta á allt að vera svaka fræðilegt, allar jöfnur númeraðar og læti. Ég er búin að vita af þessu í 3 mánuði, fékk dagsetningu skila fyrir 1 mánuði og byrjaði fyrir 1 klukkustund. Þó ekki fyrr en ég hafði lokið að lesa Harry Potter, borðað popp, lesið Vikuna frá 2001, skrópað í tölvutíma og leitað vandlega að skrúfblýantinum sem ég týndi í síðasta mánuði. Hæfileiki eða galli?
Hæfileiki sem ég er að leggja rækt við núna: sjá hæfileikann að ofan.
Ég er að gera skýrslu, svona alvöru, um tilraun sem ég gerði í byrjun semptember og er algjörlega búin að gleyma núna. Þetta á allt að vera svaka fræðilegt, allar jöfnur númeraðar og læti. Ég er búin að vita af þessu í 3 mánuði, fékk dagsetningu skila fyrir 1 mánuði og byrjaði fyrir 1 klukkustund. Þó ekki fyrr en ég hafði lokið að lesa Harry Potter, borðað popp, lesið Vikuna frá 2001, skrópað í tölvutíma og leitað vandlega að skrúfblýantinum sem ég týndi í síðasta mánuði. Hæfileiki eða galli?
mánudagur, nóvember 24, 2003
Stress, í dag er ég stressuð. Þarf að ná að leysa öll verkefnin sem sem ég þarf að ná að leysa. Ég heyrði gott viðhorf einu sinni sem á vel við í þessu samhengi. Þegar enginn annar óskar manni góðs gengis þá gerir maður það sjálfur. Gangi mér vel! Hummm þegar ég segi þetta svona hljómar þetta eins og kaldhæðni, ég ætla bara að þegja núna.
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Ég er að verða brjáluð, ég er búin að vera að vinna helvítis rekstrarfræðiverkefnið alla fokking helgina, við höfum allar upplýsingar sem við þurfum, það er ekki vandamálið lengur. Vandamálið er að samhæfa uppsetningu á skýrslunni sem er hægara sagt en gert. Það er ekki oft á æviskeiðinu sem maður getur sagt, ég hlakka svo til að fara að læra fyrir próf, en núna er eitt þessara mómenta. Ég get ekki beðið að klára að skila þessum leiðinlegu verkefnum svo ég geti farið að læra af viti!!!
Eftir skóla, eftir vinnu, eftir djamm, eftir Bítlana, eftir Beethoven, eftir Schumacher, eftir þessa auglýsingu. Þetta er besta auglýsingin í sjónvarpinu í dag að mínu mati, verið er að auglýsa malt. Þetta er svo mikið diss á kókauglýsingarnar sem öllum fannst svo kúl í sumar, fyrir fjölskylduna, fyrir ættarmótið, fyrir sex, eftir sex, fyrir KR-inga, fyrir Valsara, fyrir Dabba, fyrir Sollu, fyrir gos, eftir gos, á meðan myndir af kókflöskum í allskonar ástandi voru birtar. Í maltauglýsingunni er maltflaskan bara á skjánum, hún breytist ekki neitt eins og kókflöskurnar í kókauglýsingunni, hún bara er. Mér finnst þetta einmitt lýsa malti vel, það stendur alltaf fyrir sínu, sama hve marga hringi jörðin fer, malt er malt og það veitir ákveðið öryggi, á tímum hryðjuverka og bankamannavandamála. ÉG HEITI ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR OG ÉG TRÚI Á MALT.
Eftir skóla, eftir vinnu, eftir djamm, eftir Bítlana, eftir Beethoven, eftir Schumacher, eftir þessa auglýsingu. Þetta er besta auglýsingin í sjónvarpinu í dag að mínu mati, verið er að auglýsa malt. Þetta er svo mikið diss á kókauglýsingarnar sem öllum fannst svo kúl í sumar, fyrir fjölskylduna, fyrir ættarmótið, fyrir sex, eftir sex, fyrir KR-inga, fyrir Valsara, fyrir Dabba, fyrir Sollu, fyrir gos, eftir gos, á meðan myndir af kókflöskum í allskonar ástandi voru birtar. Í maltauglýsingunni er maltflaskan bara á skjánum, hún breytist ekki neitt eins og kókflöskurnar í kókauglýsingunni, hún bara er. Mér finnst þetta einmitt lýsa malti vel, það stendur alltaf fyrir sínu, sama hve marga hringi jörðin fer, malt er malt og það veitir ákveðið öryggi, á tímum hryðjuverka og bankamannavandamála. ÉG HEITI ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR OG ÉG TRÚI Á MALT.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Það er ömurlegt að reyna að upplifa fimmtudagskvöld á föstudegi, einum sólahring of seint. Ég var að fletta Mogganum í mesta sakleysi í gærkvöldi um áttaleitið og sá þá undir "Að gerast" klausunni á blaðsíðu 56 að Ókind og Stafrænt megabæt væru að spila í Hinu húsinu í kvöld, ég hugsaði jey frábært, ég get hitt vini mína bara núna, ég er í geðveiku stuði fyrir það, og dreif mig af stað. Það var ekki fyrr en ég var komin á staðinn og kunni ekki secret handshakið (djóklaust) sem þurfti til að komast inn í Hitt húsið að ég fattaði að ég hefði verið að lesa fimmtudagsmoggann. Það þýddi að í kvöld átti við fimmtudagskvöldið. Ég var degi of sein! Vonbrigði dagsins, vikunnar, ársins, geng ekki svo langt að segja aldarinnar en ég var býsna sár. Ég hef, núna þegar ég er búin að jafna mig sólahring síðar, sætt mig við þessi mistök, ég varð bara svo spennt þegar ég las um tónleikana og mig langaði svo að fara að ég vildi ekki trúa því að ég hafði misst af þeim.
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Ég fór í dans á mánudaginn, það var æðislegt, ég var búin að gleyma hvað það er geðveikt gaman að dansa. Ég er reyndar búin að tapa því litla þoli sem ég hafði og sleppti því alveg hröðustu lögunum (sem var ekki mikið spilað af hvort eð er því það komu 3 nýjir). Engu að síður rann svitinn og ég er ekki frá því að daginn eftir hafi ég ekki verið jafn móð af því að hafa labbað upp á 3. hæð í VR-II til að fara á bókasafnið. Þegar dansinn var búinn þá löbbuðum við Héðinn Laugarveginn í rigningunni, klukkan var að verða tólf og mig verkjaði í lappirnar en gönguferðin var mjög fín. Morguninn eftir flaug Héðinn til Egilsstaða. Ég var leið alveg þangað til ég mundi hvað ég þurfti að læra mikið, þá gleymdi ég leiðunni, bretti upp ermar og fór að læra.
Síðan hafa undanfarnir dagar verið keimlíkir. Þura læra, Þura læra. Ég vaknaði meira að segja í morgun sérstaklega til að mæta í tölvunarfræðifyrirlestur, en ætli þetta sé ekki 2. fyrirlesturinn sem ég mæti í í þessu fagi í 2 mánuði. Þó að kennarinn líti alveg eins út og tali alveg eins og kennarinn í South Park, Mr. Garrison, hann segir sko alltaf "ummmkay" á eftir hverri setningu. Það eina sem skilur þá að er að kennarinn í South Park er alltaf með handbrúðu... og sú staðreynd að hann er teiknimyndafígúra. Já það sem ég vildi sagt hafa, þó kennarinn líti út eins og kennarinn í South Park þá er hann ekki nógu fyndinn þegar hann er bara að einn að kenna, ef hann væri með brúðu þá væri þetta allt annað mál.
Ef að brúða mundi kenna mér tölvunarfræði þá held ég að kunnátta mín mundi aukast töluvert, gæti verið syngjandi belja.
Síðan hafa undanfarnir dagar verið keimlíkir. Þura læra, Þura læra. Ég vaknaði meira að segja í morgun sérstaklega til að mæta í tölvunarfræðifyrirlestur, en ætli þetta sé ekki 2. fyrirlesturinn sem ég mæti í í þessu fagi í 2 mánuði. Þó að kennarinn líti alveg eins út og tali alveg eins og kennarinn í South Park, Mr. Garrison, hann segir sko alltaf "ummmkay" á eftir hverri setningu. Það eina sem skilur þá að er að kennarinn í South Park er alltaf með handbrúðu... og sú staðreynd að hann er teiknimyndafígúra. Já það sem ég vildi sagt hafa, þó kennarinn líti út eins og kennarinn í South Park þá er hann ekki nógu fyndinn þegar hann er bara að einn að kenna, ef hann væri með brúðu þá væri þetta allt annað mál.
Ef að brúða mundi kenna mér tölvunarfræði þá held ég að kunnátta mín mundi aukast töluvert, gæti verið syngjandi belja.
mánudagur, nóvember 17, 2003
Í gær fórum ég og Héðinn út saman, þetta var mjög rómantískt date. Það var dimmt og rigning og skítkalt úti í þokkabót um sjöleitið í gærkvöldi en við létum það ekki stoppa okkur að fara í Bláa lónið. Ég hef ekki farið þangað í 10 ár þannig að ég hafði aldrei séð allar geðveiku og geðveikt dýru breytingarnar sem búið er að gera. Maður þarf að labba frekar langan göngustíg gegnum hraunið áður en maður kemur inn, það er örugglega mjög flott þegar það er bjart og gott veður en í gær var stígurinn afar illa upplýstur þannig að fílingurinn var meira eins og í london dungeon heldur enn að vera í leiðinni í spa. Inn við komum og komumst að því að það kostar 12 hundruð krónur á haus í lónið, mikið fé var Þura farin að gráta en dró engu að síður upp Isic debitkortið sitt, þá sagði maðurinn henni að gráta ei meir því Isic korthafar fá 2 fyrir einn.
Ég varð glöð við þessar fréttir og við drifum okkur út í. Það var mjög notalegt, sumsstaðar var ískalt og á öðrum stöðum heitt og gott en vindurinn var mikill, það spillti fyrir. Ég klíndi leðju framan í mig og lét hana þorna, Héðinn sagði að ég væri ekkert sæt.
Þegar við fórum upp úr ákváðum við að borða í Keflavík og enduðum á Ránni sem er frekar fínn staður með frekar hóflegt verðlag. Við vorum einu aularnir sem ákváðu að borða í Keflavík á þessu sunnudagskvöldi og höfðum salinn fyrir okkur. Ég var ekki nógu fáguð að Héðins mati og fékk mér kjúkling og franskar, en þvílíkur kjúklingur og diskarnir voru svo flottir, þeir hölluðu að manni. Mér er venjulega sama um útlit diska en ég tók sérstaklega eftir þessum.
Þegar við vorum búin að borða og ég að drekka bjór keyrðum við heim ánægð en þó vonsvikin yfir því að vera ekki í fríi og á ferðalagi.
Ég varð glöð við þessar fréttir og við drifum okkur út í. Það var mjög notalegt, sumsstaðar var ískalt og á öðrum stöðum heitt og gott en vindurinn var mikill, það spillti fyrir. Ég klíndi leðju framan í mig og lét hana þorna, Héðinn sagði að ég væri ekkert sæt.
Þegar við fórum upp úr ákváðum við að borða í Keflavík og enduðum á Ránni sem er frekar fínn staður með frekar hóflegt verðlag. Við vorum einu aularnir sem ákváðu að borða í Keflavík á þessu sunnudagskvöldi og höfðum salinn fyrir okkur. Ég var ekki nógu fáguð að Héðins mati og fékk mér kjúkling og franskar, en þvílíkur kjúklingur og diskarnir voru svo flottir, þeir hölluðu að manni. Mér er venjulega sama um útlit diska en ég tók sérstaklega eftir þessum.
Þegar við vorum búin að borða og ég að drekka bjór keyrðum við heim ánægð en þó vonsvikin yfir því að vera ekki í fríi og á ferðalagi.
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Í gærkvöldi var matarboð hjá Stellu frænku því að Haukur frændi og Jemer konan hans eru að fara til Malasíu í 3 mánuði með litla barnið sitt, hún er þaðan. Það komu allir með eitthvað að borða og allr komu með allt of mikið eins og venjulega en það var ógeðslega gott. Allt sem Maggi eldar er æði. Við fórum út til Rögnu frænku þar sem Barbí vinur hennar var að hanga í tölvunni. Það var mjög gaman, gaur sem hét Barbí á staðnum, Ragna og Héðinn að komast að því að þau eru með sömu áhugamál, ég og Ólöf að tala um Ástralíu. Síðan fórum við aftur inn, þá hafði hefðbundna skiptingin konur við borðstofuborðið og karlar við stofuborðið myndast. Mér finnst karlasamræðurnar oft miklu skemmtilegri, þeir tala oftar um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég settist fyrst á konuborðið, þær voru frekar rólegar og ég talaði bara við Lindu. Síðan hlammaði ég mér niður hjá körlunum, fílingurinn hjá þeim breyttist um leið og ég kom en þeir fullvisuðu mig um það að þeir hefðu ekki verið að tala um karboratora áður.
Ég fór á fund út verkefninu sem ég er að vinna í rekstrarfræði í gær. Einn gaur sem var í mínum hóp sagðist hafa "unnið í 5 búðum" og "hann vissi alveg hvernig vörumóttaka færi fram" og "það væri ekkert hægt að nota handtölvur í vörumóttöku, hann sæi allavega ekki hvernig". Verkefnið snýst um að kanna hve mikill tími sparast þegar maður notar handtölvu við hin ýmsu störf í búðum og það er augljóst að það sparast mikill tími. En það er ekki málið, ég ætla ekki að skrifa í skýrsluna, "Sko, þarna hrokafulli gaurinn í hópnum hefur unnið í fullt af búðum og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, hann segir að það sé ekki hægt að nota handtölvu við vörumóttöku og þess vegna slepptum við að kanna þann lið." Ég var svo reið að ég átti erfitt með að hemja mig.
föstudagur, nóvember 14, 2003
Ef ég líki mér við bíl með 5 gíra sem virkar þannig: Þegar ég er í fyrsta gír þá nenni ég eiginlega ekkert að læra (MH-style), í ödrum gír gef ég aðeins í, þriðji gír er fínn, þá er ég nokkuð dugleg, ég er ennþá duglegri í fjórða gír, í fimmta gír er stigið í botn, ég læri af fullum krafti, gleymi að þvo mér um hárið og sofa, það mætti segja að ég sé innan í fylki (e. matrix) þegar ég læri stærðfræði og viti ekki að "the real world" sé til "outside the matrix".
Núna er ég í fimmta gír, ég legg allt undir til að ná jólaprófunum. Ég er í svakalegum ham, "I am the one" sem ætlar að taka öll prófin. Það eina sem stendur í mínum vegi er einhver vírus, ég kýs að kalla hann "agent Smith". En ég ætla að lemja hann með priki og gera það sem ég kom til að gera. Ná!
Núna er ég í fimmta gír, ég legg allt undir til að ná jólaprófunum. Ég er í svakalegum ham, "I am the one" sem ætlar að taka öll prófin. Það eina sem stendur í mínum vegi er einhver vírus, ég kýs að kalla hann "agent Smith". En ég ætla að lemja hann með priki og gera það sem ég kom til að gera. Ná!
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Ég fór í innflutningspartý á föstudagskvöldið hjá Jónatani. Hann fékk 3 eins kaktusa og salernisbursta að gjöf, gaman að því. Núna kemur sko parturinn sem kom mér á óvart. Kærastan hans Jónatans til tveggja mánaða var að keppa í Idol þetta sama kvöld og stelpan komst áfram (Ardís minnir mig að hún heitir). Þannig að partýið var í rauninni Idolpartý. Stebbi kom með fullan kassa af frauðplasti og þegar stúlkan kom loksins í partýið þá var frauðplasti hrúgað yfir hana (svona eins og hrísgrjónum er hrúgað yfir brúðhjón en bara ekki eins smekklegt) og fagnaðarlátum ætlaði ekki að linna. Síðan tók við stíf drykkja (ekki hjá mér) því Jónatan hafði reddað nákvæmlega 96 bjórum fyrir gleðskapinn. Að sjá ískáp fullan af bjór... ég var í himnaríki í ca. 3 sekúndur áður en ég fattaði að ég mundi ekki drekka neitt af honum. Það var spilað á gítar og sungið með Idolundanúrslitafarann í fararbroddi. Þegar leið á kvöldið bættust fleiri og fleiri jógúrt í partýið og fleiri og fleiri ekki-jógúrt tóku að yfirgefa svæðið. Standardinn í lagavali lækkaði sífellt og þegar ég þekkti All my loving bara á textanum en ekki laglínunni því hún var orðin óþekkjanleg þá hélt ég að botninum væri náð. En nei eftir því sem leið meira á kvöldið runnu öll lögin saman í eitt lag og að lokum spilaði Hinni A, af því að það er "það eina sem hann kann". Hey, I´m telling it like it was. En eins og máltækið segir þar sem tvö eða fleiri jógúrt koma saman þar er gaman.
Héðinn er í bænum :-)
Héðinn er í bænum :-)
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Ég er á kafi. Það var að fara í gang rekstrarfræði-hóp-verkefni, sem er alveg hræðilegt, agalegt því það þýðir að ég verð að fara að læra í rekstrarfræði. Þetta fag hefur alltaf setið á hakanum (engin skilaverkefni, engar kvaðir) og tíminn notaður í að lesa dulmál, úbs ég meinti eðlisfræði, ég ruglast alltaf. Núna verð ég að troða nokkrum auka klukkutímum inn í daginn minn, man já hálsmen. Annars er verkefnið í sjálfu sér áhugavert: kanna hagkvæmni handtölva í verslunum, fyrir Handpoint á Íslandi.
Héðinn kemur á mánudaginn í vikufrí frá brjáluðum portúgölum, yfirkokkum og snjóstormum. Það verður fínt. Ég er búin að ákveða að við ætlum að borða pizzu saman. Við getum víst ekki farið á Greifann, hann er á Akureyri. En ef við værum á leiðinni mundi ég fá mér númer 17 mínus ananas plús franskar. Matur... nú er ég farin að slefa.
Héðinn kemur á mánudaginn í vikufrí frá brjáluðum portúgölum, yfirkokkum og snjóstormum. Það verður fínt. Ég er búin að ákveða að við ætlum að borða pizzu saman. Við getum víst ekki farið á Greifann, hann er á Akureyri. En ef við værum á leiðinni mundi ég fá mér númer 17 mínus ananas plús franskar. Matur... nú er ég farin að slefa.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Hver kannast ekki við það að vera að tegra af lífi og sál eins og manni sé borgað fyrir það (sem verður ekki fyrr en eftir nokkur ár) og reka þá augum í Harry Potter og í staðin fyrir að fatta sniðugt tegur-trikk taka bókina upp og fara að lesa. Þetta kom fyrir mig í gærkvöldi, eins og Harry er skemmtilegur þá finnst mér ekki nógu gott að hann sé að taka frá mér tíma sem ég gæti notað til að læra.
Verkfræðibrandari sem ég var soldið lengi að fatta.
Verkfræðibrandari sem ég var soldið lengi að fatta.
sunnudagur, nóvember 02, 2003
laugardagur, nóvember 01, 2003
Dagur 3
Dagurinn í dag er óneitanlega mun betri en síðustu 2 dagar hafa verið. Á fimmtudaginn fór ég í litla skurðaðgerð hjá ofurlækni. Mér hafði verið sagt að það ætti ekki að svæfa mig þannig að ég var ekkert alltof hress þegar ég mætti á svæðið og var tilkynnt að svæfð ég skildi vera. Þegar svæfingarlæknirinn (Valdi kaldi) sagði að ég gæti fundið til ef ég væri ekki svæfð þá leyst mér skyndilega miklu betur á svæfinguna. Síðan man ég ekki meira fyrr en ég vaknaði með eitthvað drasl uppí mér. Þá kom Valdi kaldi og lét mig drekka djús og náði í mömmu mína. Skurðlæknirinn sem hét Sigurður (ég fékk aldrei að vita gælunafnið hans) kom og sagði að þetta hefði ekki verið það sem við héldum að þetta væri og hann hefði sent sýni til ræktunnar, ég bíð spennt að vita hvað var að mér. Mamma keyrði mig svo heim þar sem ég las Harry Potter og tók verkjalyf. Gulu og grænu pillurnar voru bestar. Í gærmorgun höfðu áhrif verkjalyfjanna fjarað út, ó the pain, oh the pain of it all. En eftir aðra undrapillu þá var allt í fína.
Í dag er ég nógu hress til að læra, veit ekki hvort mér finnst það gott eður ei.
Dagurinn í dag er óneitanlega mun betri en síðustu 2 dagar hafa verið. Á fimmtudaginn fór ég í litla skurðaðgerð hjá ofurlækni. Mér hafði verið sagt að það ætti ekki að svæfa mig þannig að ég var ekkert alltof hress þegar ég mætti á svæðið og var tilkynnt að svæfð ég skildi vera. Þegar svæfingarlæknirinn (Valdi kaldi) sagði að ég gæti fundið til ef ég væri ekki svæfð þá leyst mér skyndilega miklu betur á svæfinguna. Síðan man ég ekki meira fyrr en ég vaknaði með eitthvað drasl uppí mér. Þá kom Valdi kaldi og lét mig drekka djús og náði í mömmu mína. Skurðlæknirinn sem hét Sigurður (ég fékk aldrei að vita gælunafnið hans) kom og sagði að þetta hefði ekki verið það sem við héldum að þetta væri og hann hefði sent sýni til ræktunnar, ég bíð spennt að vita hvað var að mér. Mamma keyrði mig svo heim þar sem ég las Harry Potter og tók verkjalyf. Gulu og grænu pillurnar voru bestar. Í gærmorgun höfðu áhrif verkjalyfjanna fjarað út, ó the pain, oh the pain of it all. En eftir aðra undrapillu þá var allt í fína.
Í dag er ég nógu hress til að læra, veit ekki hvort mér finnst það gott eður ei.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)