þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Skóli igen, ég var ekkert smá lengi að fatta að ég væri í skóla og þyrfti actually læra þegar ég kom frá London. Endalaus heimadæmi aftur, ég var alveg í stuði að vera lengur í fríi í London og borða snakk úr minibar.

Helgin var mjög fín. Framkvæmdi eðlisfræðitilraun á mjög fagmannlegan hátt á laugardagsmorgninum, þegar ég var búin 5 tímum síðar komst ég að því að einn takkinn var vitlaust stilltur þ.a. allar mælingar voru vitlausar, what að waste! Skellti mér á salsanámskeið hjá hinum kúbverska Carlos, hann var alveg æðislegur. Hann talaði ekki ensku, heldur bara norsku og auðvitað spænsku. Ég komst að því að ég er ýkt góð í norsku en það var samt soldið erfitt að tala við hann. Ég var ekkert smá sátt við þetta námskeið, ég lærði fullt nýtt og það var mjög gaman. Um kvöldið var salsa-æfingadansleikur sem jógúrt mætti á og alveg 2 önnur pör, ekki fjölmennasta ball sem ég hef mætt á. Ég var yfir heildina ánægð með helgina, gaman gaman, fleiri svona helgar. Ekki eins og stelpan sem fór á djammið og drakk svo mikið að hún flassaði og man ekki eftir því.

Fyndið: Tvö tungumál sem ég skil ekki: norska og spænska og heyra síðan norsku talaða með spænskum hreim. Það hljómar skringilega í mín eyru.

Engin ummæli: