sunnudagur, febrúar 15, 2004

Jón Einar er mesta æði í heimi! Ég hitti hann og Dagnýju í bænum á föstudagskvöldið. Fyrst vorum við eitthvað á Ara í Ögri í og með að tala við einhverja stráka sem eru í um og bygg á 1. ári en ég hef aldrei séð áður. Kíktum síðan á Prikið þar sem var svona ansi góð tónlist, við fórum eitthvað að dansa og Jón gjörsamlega fríkaði út. Ég var líka í brjáluðu stuði og það var svo gaman. Hann gekk þó einum of langt þegar hann náði sér í klaka... ;)

Ég og Dagný mættum síðan hressar í tilraun kl. 8 morguninn eftir, það var bara stemning. Ég komst að því að ég er með einhverskonar sjónskekkju, ég gat ekki horft í gegnum eitthvað gler og á vegginn á sama tíma. Kannski var bara ekki alveg runnið af mér, ég er ekki alveg klár á því. Eftir að hafa klárað tilraunina á 2 og 1/2 klukkustund helltum við okkur út í AutoCAD verkefnið, við vorum ekki nema til 6 uppi í skóla. Í millitíðinni var þó nauðsynlegt að fara á megaviku á Dómínós.

Í gær horfðum ég, Atli, Svanhvít, Svenni og Toni á gæðamynd saman. Skrítið að ég muni ekki hvað hún heitir, Dolcemite eða eitthvað svoleiðis, ég hef mjög mikla skemmtun af því að horfa á svona trendí myndir og drekka í mig háfleyg samtöl og gæða leik. Hvað var Akademían að pæla árið 1974 þegar hún gekk framhjá þessari? Fór síðan í bæinn með strákunum og verð að segja að Toni er einn af jákvæðustu gaurum sem ég hef kynnst, hann alveg geislaði. Kom heim klukkan hálf sex og reifst við móður mína af því að ég kom svo seint heim. Ef að einhver gæti útskýrt fyrir henni að það eru ekki bara rónar og dópistar sem eru svona lengi úti á nóttunni þá væri það mjög fínt. Hún er alveg handviss um að ég sé alltaf ein að hanga með einhverju vafasömu liði og allir hinir fari heim að sofa klukkan 1.

Engin ummæli: