laugardagur, október 30, 2004

Allt að gerast, ekkert að gerast. Ég er ekki alveg viss. Best ég fari bara heim og horfi á Pride and prejudice.

Þegar svo er komið að það er ekkert óeðlilegt við það að stelpur á manns eigin aldri (þ.e. mínum) eignist börn þá fæ ég örlítið á tilfinninguna að ég sé aðeins eldri en 17. Soffía sem var með mér í grunn-og framhaldsskóla eignaðist stelpu í gærkvöldi.

Var einmitt að ræða þessi mál um daginn. Útskýrði fyrir viðmælendum að Kristín Vala hefði endalaust verið að messa yfir mér (og fleiri stúlkum á lausu) að ég yrði að fara að ná mér í strák því þeir bestu færu fyrst. Það var þegar ég var 17 og 18. Ég trúði henni ekki þá. Núna ef ég spái í því, hafði hún rétt fyrir sér? Hafa öll góðu skipin löngu siglt í burtu? Og einu skipin sem eru eftir eru ryðdallar og skip sem hafa snúið til baka 6 árum seinna með barn aðra hverja helgi og enga löngun til að sigla aftur?

A plan is forming *hendur mynda leðurblökuvængi upp við ljóskastara og vælt eins og leðurblaka* ;)

mánudagur, október 25, 2004

Vá hvað ég er mikill lúði! Ég kann ekki lengur á excel. Ef einhver kann að gera fall og láta exel teikna graf fallsins þá má sá hinn sami alveg deila því með mér.

Vá hvað ég er mikill lúði (2). Alla síðustu viku langaði mig ýkt mikið á Sahara hotnights á Airwaives. Vildi samt ekki borga tvöþúsundkall og ákvað að gera dæmi í staðin. Svo þegar ég fékk tækifæri til að komast ókeypis inn þá beilaði ég á því. Hve lúðalegt er það?

Vá hvað ég er mikill lúði (3)!!!! Bara svona almennt.

sunnudagur, október 24, 2004

7 vikur í próf!

sunnudagur, október 17, 2004

Tími til að blogga.

Föstudagskvöld var kvöld fjölbreytileikans, eina stundina sat ég á Mímisbar að læra reglurnar í tennis og þá næstu að hækka meðalaldur á tónleikum Dáðadrengja, svo ekki sé minnst á bingó og bíó.

Verð samt að segja frá leiðinlegasta fyrirlestri í vísindaferð sem ég hef setið undir. Vorum í véladeild Heklu og einn af aðal-gaurunum (man alls ekki hvað hann heitir) hélt fyrirlestur áður en boðið var uppá bjór nb. Hann byrjaði á því að fara nákvæmlega yfir sögu fyrirtækisins, útlistaði hvaða ár þeir hefðu fengið umboð fyrir hin og þessi tæki. Síðan komu myndir frá opnun nýju byggingarinnar sem við vorum stödd í í Klettagörðum, hann sagði næstum því hvaða veitingar hafði verið á boðstólnum þá. Hápunkturinn kom svo þegar trjálínurit með myndum af starfsfólki deildarinnar birtist, þá sagði maðurinn frá því hvað hver og einn hét fullu nafni og hvað hann gerði nákvæmlega innan fyrirtækisins, t.d. svona "Sigurður Kristjánsson er sölumaður í varahlutum fyrir stóru vélarnar, hann er hörkuduglegur. Salan hefur aukist síðan hann Siggi byrjaði..." Svona rétt í lokin taldi hann upp hve margar vélar frá Heklu hvaða fyrirtæki ætti "KB banki á eina, Sjóvá Almennar fimm..." Það var mjög erfitt að fylgjast með.

Í gær fór ég í klippingu :) loksins! Og af því tilefni var laugardagskvöldið módelkvöld, þ.e. ég málaði mig eins og ég væri þátttakandi í America´s next top model og var í módel-fíling allt kvöldið. Svona bilast maður í hausnum við nýja klippingu. Hitti Svanhvíti á Stúdentakjallaranum og fleiri skemmtilega :)

fimmtudagur, október 14, 2004

Einhverra hluta vegna fékk ég að leika með myndavélina hans Birkis í haustferðinni (ath myndavél er ekki dulmál fyrir eitthvað dónalegt) og ég tók stóran hluta af þessum myndum á ágætis flippi. Erum ég og Erna ekki sætar?

miðvikudagur, október 13, 2004

[Stundum geta bara Bítlarnir hjálpað!]

Litli maðurinn með loftpressuna
Ég er búin að vera lasin undanfarna daga, heima með hósta og skjálfandi úr kulda. Það er fínt að því leyti að ég má horfa á Simpsons um miðjan dag :), að öllu öðru leyti ömurlegt. Í gær dröslaðist ég aðeins í skólann því ég þurfti að skila greiningunni, eftir erfiða fæðingu lélegustu heimadæma sem sögur fara af var ég komin með hellu. Þegar ég kom heim var maður að brjóta niður vegg í garðinum með loftpressu, týpískt, ég og hellunni minni fannst það ekkert skemmtilegt en lögðumst samt upp í sófa með hungangsvatn og Simpsons. Hávaðinn var þolanlegur alveg þangað til maðurinn fór að brjóta vegg sem er fastur við húsið og titringurinn sem loftpressan framkvæmdi ferðaðist um alla veggi hússins. Ég veit það því að ég labbaði um allt húsið í leit að minnst-víbrandi staðnum, fann hann ekki. Og þetta var pirr dagsins.

sunnudagur, október 10, 2004

Þessi mynd lýsir mjög vel mínu ástandi í haustferð vélarinnar. Of mikið frítt áfengi á boðstólnum gerir það að verkum að ég drekk of mikið áfengi. Ferðin var ýkt fín upp að þeim punkti þar sem ég fór frá því að vera full yfir í að vera sótmökkuð (= á rassgatinu). Fín lína sem ekki er sniðugt að fara yfir.

Lögðum af stað frá skólanum uppúr 1, þriðja árið í einni rútu og fyrsta og annað í annari. Byrjuðum í áfengislausri heimsókn í Íslenskri erfðagreiningu, það var voða fínt, hafði aldrei komið þangað áður og núna þarf ég aldrei að fara aftur. Fengum síðan einn tvo bjóra á meðan brunað var í sund í hveragerði. Það gekk ágætlega að komast fyrir í búningsklefanum þrátt fyrir að þar væru aðeins 5 sturtur og stelpurnar væru ca. 45. Strákarnir ætluðu að missa sig í einhverskonar boltaleik.

Fórum síðan á kynningu í Alpan, sem er fyrirtæki á Eyrarbakka sem framleiðir pönnur. Það var frekar gaman. Borðuðum í íþróttahúsi/félagsheimili á Eyrarbakka og þeir sem voru ekki komnir á skallann nú þegar drukku frá sér allt vit. Einhver sagði mér að koma með í Rauða húsið, sem var húsið við hliðiná og inní því var bar, þar gaf einhver mér fullnægingu. Man ekki hver. Birkir var líka ekkert nískur á sopa af kafteininum sem hann átti í kóki. Þetta hljómar ekkert voðalega vel en ég er viss um að þarna var ég ekki búin að gera neina skandala. Rútan lagði af stað í bæinn einhverntíman eftir 10 held ég, síðan kemur eyða. Ég var allavega komin heim, rúllandi, klukkan hálf 2.

Á laugardagskvöldið var fjölskyldumatarboð heima, eins og venja er í fjölskyldunni var til alltof mikill matur, hámi hám. Um kvöldið ákváðum ég og Ragna frænka að fara í bíó á Í punginn á þér og taka þá krakka sem voru búnir að fermast með. Það var svaka stuð, Ragna sagði við miðasölustelpuna þegar hún keypti miða Ég ætla að fá tvo miða á í punginn á mér, NEI ÞÉR, þú veist hvað ég á við! Síðan hló hún 10 sinnum hærra en allir hinir í salnum (lítill salur samt) til samans. Ég sat við hliðiná þessum mikla hlátri og fílaði þess vegna myndina ýkt vel, ben stiller er líka æði. Endirinn (er ekki að kjafta frá) var samt í punginn á mér!

Er búin að vera ýkt dugleg að læra í dag :)

föstudagur, október 08, 2004

Markmiðið (með stóru M-i) náðist!!!! Ég var búin með öll skiladæmi fyrir klukkan 6 í gær, þvílík hamingja. Ég þurfti ekki að beila á kaffihúsi með Elínu og var ýkt hamingjusöm. Sátum á prikinu í einhverja þrjá tíma og kjöftuðum af okkur rassgatið, ég án samviskubits. :)

Núna, heim að lúlla í klukkutíma (af því að ég kom svo seint heim af kaffihúsi) til að ég verði hress í haustferðinni á eftir. Það er svo endalaust gott plan að fara á fyllerí milli 1 um dag og 10 um kvöld. Kannski get ég þá bara verið komin heim fyrir miðnætti í kvöld og lært eins og motherfucker á morgun.

miðvikudagur, október 06, 2004

Get ekki setið á strák mínum, verð að segja litla sögu. Þetta er einu sinni ekki saga, eiginlega bara brot úr sögu. Ragna frænka er í íþróttakennaraskólanum á laugum. Þar fær fólkið sem mun sjá um leikfimikennslu minna barna og þinna (nb) menntun. Ég var að spjalla við frænku,sem sjálf drekkur ekki, á msn núna rétt áðan og hún var að lýsa félagslífinu í skólanum. Það er djammað um hverja helgi og 1 til 2 virk kvöld í viku, og apparently drukkið stíft. Hérna er lýsing Rögnu á því sem hún kallar "karlakvöld" þar sem allt liðið var gjörslamlega útúr drukkið:

og eitt skipti ... þá var karla kvöld ....og fólkið var svo WASTED ... að ég átti ekki til orð .....

fólk var vaknandi hér og þar um laugarvatn ... í einum skó ... eða engum nærjum .. brjóstahaldaralaust ... í fötum af öðrum ... sem það vissi ekkert hver átti .,,,, svo voru 2 gaurar sem fóru bara inní vitlaus hús .. hjá bláókunnugu fólki og ældu og dóu á stofugólfinu hjá því ...!!!

svo þurfti gaurinn sem var að leysa skólastjórann af að koma og skamma alla daginn eftir !!!!

Ég ætlaði að missa mig þegar ég las þetta, sérstaklega partinn um nærbuxnalausafólkið. Varð að deila þessu með ykkur (með leyfi frá frænku að sjálfsögðu) :)

þriðjudagur, október 05, 2004

Mér finnst alveg magnað hvaða áhrif kennaraverkfallið er að hafa á mig. Mamma mín er kennari og þar með ekki útivinnandi þessa stundina. Ég gerði (sjálfselskan í mér) ráð fyrir að verkfallið mundi fyrst og fremst hafa áhrif á mig með hreinni fötum, dásamlegri eldamennsku og smurðu nesti á morgnanna. Sú er ekki raunin, mamma skellti sér í líkamsrækt og er bara keepin' busy, sem er gott mál. Hún er alveg frábær og ég get alveg smurt mitt eigið nesti. Það eina sem böggar mig heima vegna verkfallsins að ég get eiginlega ekki komið heim snemma á daginn og lagt mig, þá kemur "átt þú ekki að vera að læra" ræðan.

Í verkfallinu hefur meðalaldur í byggingum háskólans pottþétt lækkað, ég er alltaf að sjá litla krakka út um allt. Ég vorkenni voða mikið litlu stelpunum sem verða að hafa hljóð á bókhlöðunni af því að pabbi er að lesa kynjafræðibókina sína. Rosalega er ég fegin að vera á lausu og barnlaus.

mánudagur, október 04, 2004

Eitthvað ennþá meira að gerast:

Hvað er ömurlegra en að sitja á þjóðarbókhlöðunni og blogga þegar maður á að vera að læra fyrir próf? Humm mér detta alveg nokkur atriði í hug en ég ætla að ímynda mér for the moment að ég sé sokkin á botn ömurlegheitanna.

Aðeins til að klára Britney/rafmagnsfræði senuna, þá er gaman frá því að segja að örtölvu og mælitæknikennarinn svaraði mjög svo kurteisa Emailinu mínu á mjög svo kurteisan hátt. En hvatti mig einnig til að segja honum skoðun mína á Britney/transistora mixinu sem má einmitt sjá á síðunni http://www.britneyspears.ac/lasers.htm sem er mjög góð fræðileg síða.

Ég svaraði og þá var kennarinn orðinn pirraður, ég hafði greinilega misskilið eitthvað hans fyrra svar. Tilgangurinn með glærunni af Britney Spears á brókinni uppi í rúmi var aðeins að benda á fyrrnefnda síðu. Síðan sagði hann að hann hefði alveg eins getað sleppt því að birta myndina og vísað bara beint á síðuna. Hann svaraði hins vegar aldrei þeirri spurningu minni hvaðan Britney/Madonnu kossamyndin kæmi, ég fann hana allavega ekki á umræddri heimasíðu.

Í næsta örtölvu og mælitækni tíma sýndi kallinn aftur glærurnar sem ég hafði spurt hann út í og var þá búin að fjarlægja allar myndir af fáklæddu kvenfólki. Vann ég þá? Ég var ekkert að biðja hann um að fjarlægja myndirnar, heldur bara að benda honum á að þetta hafi verið karlrembulegt. Anyway, mission failed.

Á föstudaginn var það októberfest á eftir vísó að sjálfsögðu. Og kvöldið var alveg æðislegt :)

Á laugardaginn var afmælispartý hjá steina, það var gaman þangað til það leystist up í fullir-strákar-að-spila-háværa-tónlist-partý. ;)