þriðjudagur, júlí 25, 2006

Hvað kostar einn pottur af mjólk?

Hvað kostar tími í nuddi?

Hvað kostar sneið á Pizza King klukkan 5 á sunnudagsmorgni?

Hefur allt sitt verð?

föstudagur, júlí 21, 2006

Snjór í júlí

(1) Ég er að spá í að hætta að drekka... eftir helgi.

(2) Hvort er betra að vera hreinskilinn eða halda sér saman?

(3) Gæti verið meiri bjór?

(4) Hvort er ís eða bjór betri á góðviðrisdegi?

(5) Ég er komin með bakþanka... númer (1) var djók.

(6) Ertu með góða sjón, Jón?

(7) Lúðar ríma. Örlög eða tilviljun?

(8) Hvort er furðulegra, fara að sofa klukkan 6 um morgun eða vakna klukkan 6 um morgun?

(9) Hvað ætli Jón Markús sé gamall?

(10) Ef þú meikaðir að lesa svona langt, þá geturðu alveg gefið þér tíma til að kommenta, ég er (mis) mikið búin að vera að pæla í þessum 9 atriðum og vantar nýtt sjónarhorn! Takk fyrir mig.

sunnudagur, júlí 16, 2006

Ég er handviss um að lesendur eru hundleiðir á að lesa um það sem ég geri, svo að í dag ætla ég að brydda upp á nýjung. Ég ætla að skrifa um hvernig helgin var hjá foreldrum mínum.

Á laugardaginn fóru þau í göngutúr fyrir hádegi. Síðan komu þau heim og fengu sér hádegismat. Eftir hádegismatinn fóru þau á námskeið í Bústaðakirkju sem hét Coping with Senility, mér skildist á þeim að það hefði verið fínt. Um kvöldið fóru þau tvö saman út að borða. Ég veit ekki hvað þau eru búin að vera að gera í dag.

Helgin mín var annars fanta góð. Nema atvikið þegar það kviknaði í snakk-skálinni. En ég meina hei, það hefði getað verið Þorsteinn Pálsson.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

2 + 2 = 4

Einfalt og gott.

sunnudagur, júlí 09, 2006

Ég er alltaf að fárast yfir dagsetningum á þessari síðu."Ó mæ god tíminn líður svo hratt, bla bla bla." "Ó mæ god ég trúi ekki að þetta og þetta sé liðið!" "Ó mæ god ég er að pipra!" (?)

Set stórt spurningamerki við þetta síðasta, ég fárast ekkert mikið yfir því.

Í dag ætla ekki að hafa áhyggjur af tíma. Ég ætla að nota þessa stund til að rifja upp atvikið þegar Sella sá staðinn á brúnni þar sem gimbrin* datt fram af. Sagan er búin, það gerðist ekkert meira.

*Er ekki viss um beyinguna, en ég veit hvaða dýr þetta er.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Bókhald

1. Er bara búin að birta fyrri helming útskriftarferðasögunnar. Segjum bara að Las Vegas og Hawaii hlutarnir séu í móðu... sem er ekki svo fjarri sannleikanum.

2. Setti inn link á einn öflugasta bloggarann í dag, Helenu. Það er mynd af henni á mótorhjóli á síðunni og hún bloggar... reglulega.

3. Til að forðast misskilning þá er ég að vinna á Almennu verkfræðistofunni, ekki á q bar. Verð þar í sumar og vetur.

4. Já helgin, segjum bara að hluti hennar hafi farið í umræður um varmafræði ;)

5. Blóm og friður, steinselja og kók :)