sunnudagur, febrúar 22, 2004

Hve furðulegt er þetta? Í dag, klukkan 3 á sunnudegi var ég búin að læra í 2 tíma uppi í skóla og hlaupa nokkra kílómetra í Hreyfingu, þetta er ekkert venjulegt. Á sunnudegi á maður í mesta lagi að vera búin að fá sér cheerios klukkan þrjú. Dagný hringdi og vakti mig klukkan hálf ellefu. "Var ég að vekja þig? Drífðu þig á fætur við þurfum að gera skýrslu!" Ég gerði reyndar voða lítið í gærkvöldi og var farin snemma að sofa því ég var svo þreytt, ekkert úthald.

Skrítið! Á fimmtudaginn í dansi var ég með í boing-inu og það var bara skelfilegt, það er eiginlega enginn "kall" (kall er karlkyns einstaklingur í kod sem er of gamall til að vera í jógúrt) sem getur dansað. Jú jú Bjarni er fínn, Kolbeinn og auðvitað Gunnar, fínt að dansa við Óla Grens af því hann er svo indæll en allir hinir eru slæmir dansarar. Stelpur ef þið viljið láta snúa upp á handlegginn á ykkur, anda að ykkur sígarettulykt eða vera stanslaust nokkrum töktum á eftir bjóðið þá einhverjum manni upp! Annars ó mæ god, það þarf að senda þessa gaura á dansnámskeið. Ég veit eiginlega ekki afhverju ég er að láta þetta fara svona mikið í taugarnar á mér því ég dansa ekkert við þessa kalla nema mesta lagi í boingi, þetta kom mér samt bara frekar á óvart.

Dröslaðist með settinu í heimsókn til ömmu. Lék allan tíman við Baldvin litla frænda minn sem verður eins árs á morgun. Hvernig er hægt að vera svona sætur? Mamma hans er frá Malasíu og dökku augun og millidökka hörundið er alveg ómótstæðilegt. Hann er að læra að labba og ég var að halda í hendurnar á honum og elta hann. Svo vildi hann líka kúra í hálsakotinu mínu, ég held að það hafi verið út af því að ég var í mjúkri peysu. Ég var alveg að missa mig.

Engin ummæli: