fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ég fór í þolfimitíma í Hreyfingu í gær, venjulega sér kona um tímann en hún komst greinilega ekki í gær þ.a. við fengum einhvern gaur sem ég hafði aldrei séð fyrr. Um leið og hann byrjaði að tala kom í ljós að hann var hommi, ég brosti með sjálfri mér. Síðan byrjaði hann að gera spor og pardon my french en hommalegri spor hef ég aldrei séð, hreyfingar hans voru svo ýktar að hann hefði getað verið að sýna sjónskertum sporin. Svo byrjaði hann að hvetja: "Áfram stelpur, nota hendurnar, NOTA HENDURNAR!", "Ef þið notið ekki hendurnar þá 100 armbeygjur, og ég er ekki að djóka!", "Ég er að leggja sál mína í þennan tíma, þið verðið að gefa mér eitthvað á móti!!!" Ég gat ómögulega ekki glottað, hann var yndislegur.

Fleiri skemmtilegir karakterar: Hann Viðar stærðfræðinemi sér um dæmatímana mína í stærðfræðigreiningu, þegar hann skrifar: skv. bls. 697... segir hann orðrétt Ess ká vaff bé ell ess sexhundruðnítíuog sjö... (ath. síðasti parturinn í setningunni er ekki fyndinn). Þetta er frekar skondið, fyrst var ég alltaf að spá í hvort þetta S.K.V. væri einhver spes stærðfræðiregla.

Speaking of which þegar Hómer Simpson kemur í fyrsta sinn fyrir utan líkamsræktarstöð, þar stendur GYM. Þá segir Hómer: gæm what the hell is a gæm? Síðan labbar hann inn, áttar sig og segir: Oh a djæm. Sem er fyndið því gym er borið fram djimm á ensku (eða þannig séð). Og síðan klífur hann upp á stóra fjallið.

Engin ummæli: