miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Jón ætlar á árshátíðina, Jón ætlar á árshátíðana. Núna er hann í mestu vandræðum í hverju hann á að vera. Við stelpurnar ætlum að vera fínar þannig að það er eins gott að hann mæti í jakkafötum. Þeir sem ekki hafa hitt Jón gætu haldið að eitthvað væri í gangi, EN þeir sem hafa hitt Jón vita að svo er ekki.

Ég verð að segja nokkur orð um tölvustofurnar í skólanum. Þær eru mjög ómissandi (tölvurnar þ.e.a.s.) en staðreyndin er sú að á venjulegum degi er einn þriðji tölvunotenda að spila tölvuleik. Gallar: Þeir sem þurfa að komast í tölvur til að læra (AutoCAD) komast ekki. Kostir: Samviskubit sem ég ætti að hafa fyrir að nota tölvur sem aðallega eru ætlaðar 2. og 3. árs nemum er ekki til staðar. Þessir gaurar eru í svo krúttlegum tölvuleikjum sem snúast um litla krúttlega kalla í fótbolta á ljósgrænum og ljósbleikum velli.

Engin ummæli: