miðvikudagur, september 29, 2004

Eitthvað að gerast:

Aldrei aftur skal ég mæta of seint í tíma! Í morgun var ég korteri of sein í Örtölvu og mælitækni fyrirlestur í sal 4 í háskólabíói vegna þess að ég var aðeins að tjilla í morgunmatnum og síðan fann ég ekkert stæði. Ég labbaði inn í miðjan tíma og settist við hliðiná Dagnýju og Gunna. Dagný hvíslaði að mér að ef ég hefði labbað inn 5 mínútum fyrr hefði ég orðið ýkt hneyksluð á karlrembunni í kennaranum. Hún sagði að hann hefði sýnt glæru (hann var með powerpoint show) með mynd að Britney Spears og Madonnu að kyssast. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og var bara nei what the fuck það getur ekki staðist ég trúi þessu ekki. En Dagný var ekkert að grínast, hún sagði að það hefði líka verið glæra af Britney Spears á nærfötunum liggjandi uppi í rúmi með svona "talblöðru" að segja stærðfræðiformúlu, undir myndinni stóð texti um að stúlkan væri nú ekki klár í svona rafmagnsdóti. Ég man ekki nákvæmlega hvað stóð og ég get ekki séð það á netinu því aðgangur að síðu námskeiðsins liggur niðri. Síðasta "myndaglæran" var gömul hópmynd af gömlum vísindamönnum og Britney hafði verið klippt inná, útskýringin var sú að ekki væri alltaf hægt að trúa nútíma ljósmyndum.

Ég gat ekki trúað Dagnýju þegar hún var að segja mér frá þessu, en þegar ég kíkti á glærurnar eftir tímann þá sá ég myndirnar með eigin augum, reyndar ekki kossamyndina, var mér brugðið. Þar sem ég var ekki í tímanum þegar þetta gerðist þá get ég ekki sagt til um hvert samhengið var við þau rafmagnsfræði sem við erum að læra, en mér skilst líka að enginn annar hafi náð punktinum sem var viðstaddur. Þetta var aðeins upptalning á staðreyndum, persónuleg skoðun mín er að maðurinn sé karlremba og því hef ég lýst yfir oft áður. Núna er ég bara hissa.

Núna áðan sendi ég viðkomandi kennara Email, mér fannst það vera skylda mín, innihald þess verður ekki rætt frekar.
ER... verð að horfa

laugardagur, september 25, 2004

Dauði og djöfull, ég verð að fara að sofa á nóttunni. Eða am.k. dreifa svefninum jafnt yfir vikuna, sumar nætur sef ég lítið og laust og hvílist varla og aðrar nætur fer ég létt með 12 tímana. Ég er bara að kvarta af því að það er ógeðslegt að reikna eitthvað sem maður skilur ekki óútsofinn, ó vell ég get sjálfri mér um kennt, helvítis tvinntölur. Karíókí partý í kvöld, note to self: ekki vera full!!!

fimmtudagur, september 23, 2004

Ég er alveg í þvílíku fokki með heimadæmi sem á að skila á morgun, heil þrjú svoleiðis, síðan þarf ég að reikna eitt dæmi uppá töflu á morgun sem ég er bara pínu byrjuð á, og ég ætti að vera að læra á fullu í geðveiku stressi.

En

Einhverra hluta vegna er ég bara í dásamlegu skapi, ætla að skella mér á tónleika í kvöld og geyma allar áhyggjurnar þangað til aðeins seinna. "Næ þessu bara upp um helgina" er viðkvæðið, og það eru ágætar líkur á að það takist því þetta verður edrú helgi hjá mér. Langt síðan ég hef átt svoleiðis.

Er í leiðinda vítahring, er komin með skólaleiða og önnin er rétt að byrja. Mig langar ekki til að læra og geri þess vegna minna af því, þá skil ég námsefnið verr og það gengur verr að læra þegar ég loksins geri það og þá langar mig ennþá minna að læra o.s.frv. Ég verð að koma mér í stuð áður en það verður of seint, ef mér tekst að koma mér í lærustuð um helgina þá verður allt gott. Vonum að það gerist, ef ekki, kojufyllerí á mánudaginn, vona ekki.

mánudagur, september 20, 2004

Hvernig gat ég gleymt?

Ég sá typpi á Pravda á föstudaginn!

Og gleymdi því alveg þangað til núna í morgun þegar Dagný spurði hvernig mér hafi litist á Gunnar. Ég sagði bara "ha hvaða Gunnar?" þá sagði Dagný "Strákurinn sem girti niðrum sig þegar við vorum að koma inn á pravda eftir partýið!"

Núna man ég.

sunnudagur, september 19, 2004

Sunnudagseftirmiðdagur, hvað er betra að gera en að lista afrek helgarinnar?

Dagný gella átti afmæli á föstudaginn, svo planið var að sletta ærlega úr klaufunum. Við fórum í vísó í Hugvit seinnipartinn, það var heví næs að sitja og sötra öl og hlusta á nokkra stutta fyrirlestra um dásemdir fyrirtækisins. Fyrsti hálftíminn fór í að útlista alla stóru og flottu viðskiptavinina og samstarfsaðilana; Scotland Yard, ibm o.s.frv. Síðan rétt undir lokin sögðu þeir okkur hvernig fína fína kerfið virkar og það er víst í alvöru rosa gott. Pizzur, meiri bjór, rúta á Pravda. Þá fórum við nokkrar stelpur heim til Dagnýjar að halda stelpupartý, síðan kom Jón. Þegar við komum í bæinn fannst mér geðveikt sniðugt að kaupa meira áfengi, ég meina ég var bara búin að vera í glasi í 7 tíma hvernig gæti það hugsanlega skaðað að drekka 2 og 1/2 fullnægingu á innan við 5 mínútum? Og stóran bjór á eftir??

Allavega, ég man ekkert eftir næstu tveim tímum en að þeim liðnum hljóp ég út af pravda til að tala í símann og fór síðan inn á hressó. Þegar ég var að gefast upp á að leita að Elínu og Svanhvíti þá blikkaði Al Pacino mig og vísaði mér til þeirra. Ég og Elín fórum síðan á Dillon og svo Kofann en ég var samt komin ýkt snemma heim. Vá hvað þetta var slakt djamm blogg hjá mér þrátt fyrir gott djamm ;) , drekka minna næst...

Ég er alveg að gleyma fullt! Kaffilíkjörnum sem fór að mörgu leyti út um allt, skrítna leigubílstjóranum sem hélt þvílíka reiði-ræðu um kjör leigubílstjóra eftir að stelpurnar voru að reyna að prútta, Helga frænda sem er að fara eignast barn, jepplingnum og og og ....

föstudagur, september 10, 2004

Jei blogger virkar, hann virkaði nebblega ekki um daginn. Núna er klukkan að verða eitt á föstudegi og ég er í eyðu! Það þýðir að ég á eftir að mæta í einn tíma í dag, á föstudagseftirmiðdegi!!! Það er ekki tekið út með sældinni að vera aftastur í stafrófinu. Örvhent í þokkabót, þetta er nánast fötlun...

Pizza og bjór í kvöld, jei gaman :) Ég á það nú skilið eftir að hafa verið sjúklega dugleg að reikna heimadæmi, sérstaklega í gær. Góða helgi!
Virkar bloggerinn minn???

miðvikudagur, september 08, 2004

Vá mig svimar ýkt mikið, það er ekki þægilegt að reikna með svima.Oj bara. Ætla pottþétt heim að leggja mig eftir dæmatímann á eftir. Var að fatta að ég er ýkt mikill lúði því mér finnst ýkt gaman (so far) í námskeiðum sem heita Örtölvu og mælitækni og Aflfræði. Aflfræðin á samt að vera þyngsta námskeið sem hægt er að taka við skorina mína, kennarinn er líka soldið brútal, hann sagði nokkrum stelpum að halda kjafti í tíma í morgun og hann lítur alveg eins út og maðurinn sem hákarlinn beit handlegginn af í Deep blue sea.
Vá mig svimar ýkt mikið, það er ekki þægilegt að reikna með svima. Oj bara. Ætla pottþétt heim að leggja mig eftir dæmatímann á eftir. Var að fatta að ég er ýkt mikill lúði því mér finnst ýkt gaman (so far) í námskeiðum sem heita Örtölvu og mælitækni og Aflfræði. Aflfræðin á samt að vera þyngsta námskeið sem hægt er að taka við skorina mína, kennarinn er líka soldið brútal, hann sagði nokkrum stelpum að halda kjafti í tíma í morgun og hann lítur alveg eins út og maðurinn sem hákarlinn beit handlegginn af í Deep blue sea.

fimmtudagur, september 02, 2004

Ég er búin að skrifa um skemmtilegu skemmtilegu dagana í lok sumarfrísins míns, en núna er tölvan heima leiðinleg og vill ekki gefa mér það til baka.

Skólinn byrjaði á þriðjudag, það var alveg miklu skemmtilegra en ég hafði búist við. Vísindaferð á morgun, jibbí :) og allt bara eins og það á að vera (a.m.k. í skólanum). Kaufti ammlisgjöf í dag, það var ýkt gaman, örugglega fyrsta sinn sem mér finnst gaman að versla gjafir.

Ókei smá yfirlit yfir skemmtilegu skemmtilegu dagana, semsagt fim fös og lau í síðustu viku. Frá fimmtudegi til laugardags vorum við Elín á road trippi um Snæfellsnes og lentum í ýmsum ævintýrum. Á laugardaginn fórum við ásamt fleirum á stórgóða James Brown tónleika, og ég var svo nálægt að það skvettist næstum sviti á mig. Ég talaði um hvað mér þætti gítarleikarinn sætur og og OG svo í bænum um nóttina þá hitti ég sæta gítarleikarann. Ég bara stóð fyrir framan hann og þorði einu sinni ekki að tala við hann, var nálægt því að stökkva á hann og kyssa hann, en kringumstæður leyfðu það ekki. Það hefði hvort sem er pottþétt komið geðveikt illa út fyrir mig og ég hefði skammast mín eftir á.

Og búið ;)