miðvikudagur, maí 06, 2009

Maí póstur(inn?)

Þetta er í þriðja sinn (27. maí) sem ég opna þessi drög af færslu, núna skal ég birta.

Það er svakalega mikið að gera núna. Síðan ég bloggaði síðast (ehem) hefur borið hæst:

1. Svínaflensa - daginn eftir að ókeypisfréttablöðin birtu fréttir um það að tube-ið væri tilvalinn staður til að breiða út loftbornar veirur eins og svínaflensu fækkaði fólki áberandi í tube-inu. Þeir sem eftir voru litu varúðaraugum á hvern þann sem vogaði sér að hósta, hnerra eða snýta sér.

2. Danmerkurferð - ég og Diogo fórum til Danmerkur eina helgi og vorum viðstödd fermingu Önnu litlu frænku, og hittum áhugaverða vini og ættingja mína.

3. Tveir bank holidays (sem hefðu kannski átt að gefa mér tíma til að blogga) - samkvæmt laginu eru bara 6 bank holidays á ári í Bretlandi þ.a. mér finnst þeim ekki vera dreift nógu vel ef tveir þeirra eru með tveggja vikna millibili.

4. Same old - vinna í tímabundnu vinnunni (þangað til 1. júlí) og reyna að fá nýja vinnu.

Í kvöld er pizzu-kvöld, og ég hafði hugsað mér að kynna Portúgalann minn fyrir conceptinu "pepp og svepp" í fyrsta sinn. Fyrri tillögur mínar um að setja sveppi á pepperoni pizzu hafa ekki fallið í góðan jarðveg, hann hélt ég væri að ganga af göflunum.