fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Plúsar og mínusar

Ég labbaði heim úr skólanum í dag. Veðrið var milt og gott. Þegar ég labbaði frammhjá almenningsgarðinum í hverfinu mínu fann ég lykt af nýslegnu grasi. Ah, en dásamlegt, hugsaði ég með mér. Það jafnast fátt á við lyktina af nýslegnu grasi. Í sömu andrá stoppaði maðurinn sem var að labba svona 10 metrum á undan mér og fór að skyrpa / æla upp við girðinguna að garðinum. Ég ákvað snögglega að ég þyrfti að fara yfir götuna. Allt í einu var lyktin ekki svo dásamleg lengur.

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Lufsumatur

Við Arna búum á sama stúdentagarði, ekki í sömu íbúð samt. Stundum, þegar við nennum, þá eldum við saman. Fyrir nokkrum vikum í búðinni (friendly neighbourhood store) þegar við vorum að versla nauðsynjar ákváðum við að kaupa nautakjöt og elda fljótlega rosa flottan mat. Svo fóru kjötið í frystinn. Nokkrum vikum seinna (í gær) ákváðum við að vera rosa duglegar og elda fína nautakjötskvöldmatinn. Kjötið var tekið úr frystinum og sett inn í ísskáp. Þann daginn enduðum við á Pizza Express eftir nokkra bjóra. Afleiðingin varð sú að við urðum að elda kjötið í kvöld, til það myndi ekki skemmast.

Planið var að steikja nautasteikurnar og dáldinn lauk með. Sjóða nokkrar kartöflur og hafa með einfalda pakkasósu. Maður þurfti bara að setja sósuduftið í bolla og hella soðnu vatni saman við og hræra. Einfalt eh?

Við byrjuðum á því að setja upp kartöflur. Núna láta margir lesendur sér eflaust detta í hug að ég hafi klúðrað því með því að gleyma að setja vatn í pottinn. Undir ströngu eftirliti Örnu var passað upp á að vatn færi í pottinum. Næst steiktum við lauk. Hann brenndist smá en það er aukaatriði í þessari sögu. Við suðum vatn fyrir pakkasósuna í hraðsuðukatlinum.

Þá kom að því að steikja kjötið. Það steiktist aðeins of mikið og varð því pínu seigt, en það er aukaatriði í þessari sögu. Næst fengum við þá snilldarhugmynd að skera næstum soðnu kartöflurnar niður, salta og setja inn í ofn. Þá gætum við líka notað pottinn til að ‘búa til’ sósuna. Gætum sett laukinn út í sósuna, þá myndi hún pottþétt bragðast betur.

Við helltum hraðsuðusoðna vatninu í pottinn. Síðan helltum við sósuduftinu ofan í vatnið.

Stelpa 1*: Hei okkur vantar eitthvað til að hræra með !
Stelpa 2*: Ég græja það.
Fer og vaskar upp ‘sleif’. Á meðan klárar stelpa 1 að hella sósuduftinu í pottinn. Duftið sest allt á botnin.
Stelpa 1: Hvar er hrærigræjan???
Stelpa 2: Róleg, við áttum hvort sem er að láta sósuna standa í eina mínútu!
Stelpa 1: Hvað meinaru standa? En duftið er bara orðið að kekkjum á botninum!
Stelpa 2: Humm já, við ættum að hræra.
Tekur hrærigræjuna og hamast við að reyna að leysa sósuduftið upp í sjóðandi vatninu. Duftið er að mestu orðið að kekkjum. Sumir kekkirnir vilja ekki leysast upp.
Stelpa 1: Oj það eru lufsur í sósunni, lufsusósa!
Stelpa 2 fiskar upp eina lufsuna og kemst að því að það er ekki sósukekkur heldur svartberja-eitthvað, í stíl við bragðið á sósunni.
Stelpur 1&2: STÓRT FLISS!

Umræður um hvernig mætti bjarga sósunni héldu áfram drjúglanga stund. Umræðan endaði á því að við ákváðum að borða sósuna og kaupa aldrei aftur lufsusósu.

Tveimur tímum eftir að eldamennska hófst borðuðu tvær stúlkur (eða gummie dummies eftir þessa runu af slæmum ákvörðunum) seigt nautakjöt, með brenndum lauk, ofnbökuðum kartöflum, lufsusósu og salati (búið til með alúð). Hljómar eins og Hereford ikke?

Update:
Í kommentum er verið að vísa til þessa atviks.

*Ekki verður gefið upp hvor er hvað.

Skipulag

Núna eru 3 vikur eftir af vorönninni í skólanum. Þessar 10 vikna annir eru voða fljótar að líða. Um leið og önnin er búin kem ég heim í páskafrí, get reyndar ekki tekið mér frí allan tímann því 1. maí á ég að skila nokkrum lokaverkefnum. Verð heima milli lífs og dauða 15. – 26. mars (og til í hitting, jahá). Apríl og maí fara í lærdóm í London. Eitt stykki verkefni verð ég (e. I must) að gera í júní – júlí – ágúst. Þannig lítur skipulagið út, alltaf gott að hafa skipulag.

Yfir og út

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Veður

"Wednesday's predominant weather is forecast to be foggy."

Max day: 9°C
Min night: 5°C
Wind: 2 mph
Visibility: Very poor
Pressure: 1020 mB
Relative humidity: 87%
Pollution: Moderate

Tekið af http://www.bbc.co.uk/weather/5day.shtml?world=0008 [skoðað 20.02.08 kl 16.23]

Ójá, það er þoka í dag, og borgin sérstaklega grá og grámygluleg. Mikill raki í loftinu, samt ágætlega hlýtt.

Gúlp, ég er farin að hljóma eins og gamall bóndi, farin að tala um veðrið.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Efnishyggja

A fostudaginn fell nidur timi. Eg og Arna hoppudum haed okkar i loft upp af gledi (hun getur sko stokkid haed sina aftur a bak og afram i fullum herklaedum (eins og Gunnar)). Eftir hoppid skundudum vid sem leid la i Mac i Covent Garden. Mig vantadi pudur. Eftir 45 minutur inni i budinni gengum vid ut med sitthvoran trodfulla pokann. Pudur hafdi breyst i: pudur, augabrunagraeju, augnblyant og 4 glansandi augnskugga. Glansandi augnskuggarnir voru serstaklega mikilvaegir, skil ekki hvernig eg hef komist af hingad til an theirra. Afrakstur innkaupaferdarinnar ma sja ad nedan:

Eftir dvol okkar i Mac vorum vid i svo miklu studi ad vid kiktum i skobud. Reyndar var thad Arna sem ad dro mig inn i skobudina, eg var a leidinni a barinn. Hun var ad fa skokaupa-frahvarfseinkenni, enda var lidinn naestum manudur sidan hun keypti sidasta skopar. Stulkan er buin ad vera idin vid kolann og fjarfesta i skopari i hverjum manudi sidan vid fluttum til London. Eg er ad vinna i thvi ad fa hana til ad fara ad blogga um skoarattu sina a www.thelondonshoeshopper.blogspot.com/ details to follow. Eg keypti skaerrauda sko og hun silfurlitada, tha vantadi okkur bara trudabuninga til ad fullkomna glans-lookid.

Svo forum vid a barinn. Over and out

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Laugardagur í febrúar

Aðvörun: Myndir fyrir ó-viðkvæma neðar.

Á laugardaginn fór ég í rómantískan göngutúr með sjálfri mér í blíðunni. Á Borough High Street sá ég þessar hesta-löggur (eins og ég kýs að kalla þær). Ég flýtti mér að fiska myndavélina upp úr veskinu og smella af.

Það er eins og hesta-löggu-tímabil hafi byrjað núna í febrúar í London því allt í einu eru þær allsstaðar (hesta-löggurnar). Björn er með skemmtilegar pælingar um löggur og fáka þeirra á sínu bloggi.

Þegar ég kom á Borough markaðinn las ég uppáhalds tilvitnunina mína og fann lykt af góðu kaffi.

Á markaðnum var fullt af fólki eins og vanalega. Ég tók túristamyndir (eins og allir hinir) af afhausuðu dádýri, héra og skrautlegum hænum:

Þetta er dásamlegt franskt bakarí, slef:

Ég gef öllum götutónlistarmönnum sem ég tek mynd af 1 pund. Þessi voru ágæt:

Svo las ég nokkrar skóla-greinar og drakk kaffi, þannig á að læra.

Yfir og út

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Dagsins amstel

Lífið gengur sinn vanagang hjá nemanum (mér) í London. Ég vakna á morgnana, bursta tennurnar og geri mig til fyrir daginn. Vanalega tek ég strætó í skólann, og þá þarf ég að leggja af stað 40 mínútum áður en tíminn byrjar vegna óáreiðanleika strætó. Stundum tekur 20 mín að komast á áfangastað en stundum meira en 40 mín. Ég og Arna erum vanalega samferða í skólann. Ef við erum komnar tímanlega á campus þá kaupum við okkur alltaf kaffi á skólakaffihúsinu, the Garrick. Cappuccino to take away með glotti frá uppáhalds-Garrick-manninum mínum. Hann er lágvaxinn, axlabreiður, með rosalega loðna framhandleggi. Ef að maðurinn með fyndnu hökuna (annar Garrick maður) er að vinna þá fær Arna alltaf hjarta-munstur í froðuna en ekki ég, og það er alltaf jafn svekkjandi!

Skóladeginum er varið í að mæta í fyrirlestra, hitta fólk, drekka kaffi með fólki, redda hlutum og læra. Hlutfall hvers activity er mismunandi dag frá degi. Stundum fær kaffidrykkjan heldur mikið vægi.

Strætóarnir eru alltaf fullir þegar maður er á heimleið milli 4 og 7 á daginn. Það er ágætt að skemmta sér við að lesa the London Paper eða Lite yfir öxlina á öðrum farþega. Reyndar er það miklu skemmtilegra heldur en að fá sér eintak af öðru hvoru blaðinu því þau eru bæði rusl. Ef maður er heppinn þá er ekki of mikil umferð og ekkert vesen á farþegum við Elephant og maður þarf ekki að hanga of lengi í strætó. Því miður er líklegt að annað hvort eða bæði tefji heimferð á hverjum degi. Ég hlakka til að losna við helv**** hóstann sem ég er búin að vera með í tvær vikur, þá get ég farið að labba oftar í og úr skólanum. Ég er búin að hósta svo kröftuglega að í verstu köstunum að æli ég upp lifur og lungum (eins gott að ég hef tvö eintök af báðu).

Hér eru tvær myndir sem eru teknar úr strætó að fara yfir Waterloo brúna (á leiðinni í skólann, þ.e. í norður). Mér finnst ennþá jafn gaman að fara yfir brúna.