sunnudagur, maí 28, 2006

Thrir dagar af drykkju i L.A. bunir, thar adur vika af fyrirtaekjaheimsoknum i San Fransisco. Vorum ad koma a hotelid i Vegas, casino a nedstu haedinni.

sunnudagur, maí 14, 2006

Í dag lærði ég að maður kemst ekki í þriðju höfn ef maður er alltaf með annan fótinn í annari höfn.

mánudagur, maí 08, 2006

fimmtudagur, maí 04, 2006

Tími óskast til kaups! Lítið sem ekkert notaður. Má þó innihalda bakarísferðir eða létt spjall. Gott verð fæst fyrir réttan tíma.

Áhugasamir hafi samband við Þuríði tímalausu.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Hvers vegna er ég í háskólanum?

Það er dáldið erfitt að muna það þegar maður situr allan daginn sveittur yfir skólabókum, hamrar inn skýrslur á ljóshraða á semi-björtum vornóttum í VR, dreymir um staðalfrávik eigin bloggtíðni og þar fram eftir götunum.

Núna man ég loks af hverju ég er í háskólanum. Það er til að fara í hina mögnuðu útskriftarferð Véla- og iðnaðarverkfræðinema. Hún verður einhvern vegin svona:

50 partýglaðir verkfræðinemar (og nokkrir makar)
3 vikur
San Fransisco, þar sem hipp og kúl fyrirtæki verða heimsótt
Los Angeles, þar sem lífsins verður notið
Las Vegas, þar sem rasað verður út
Hawaii, þar sem leikið verður á landi og sjó :)

Æi já, svo ætlaði ég að fá einhverja BS gráðu...