sunnudagur, september 25, 2005

Ath. (Áður en staðreyndirnar 5 um mig koma.)

Stelpa sem lét mig fá jakka og veski til að geyma á Pravda á föstudagskvöldið, dótið er á Ara í Ögri. Hvernig það gerðist veit ég ekki.

Fyrir aðra, þá segir Erna að atburðarásin hafi verið eftirfarandi:

Við (verkfræðidrykkjufólkið) vorum á Pravda, síðan fórum við á Ara, þá sagði ég allt í einu: Krakkar, hver á þennan jakka og veski? og sýndi jakka og veski sem ég hélt á. Enginn kannaðist við dótið og ég vissi ekki hvar eða hvenær ég hefði fengið það í hendurnar. Þau komust síðan að þeirri niðurstöðu að einhver hefði látið mig geyma það á Pravda og ég hefði bara labbað með það út. Farið var með jakkann og veskið á barinn á Ara. Ég get ekki svarað fyrir mig því ég man ekki eftir þessum parti kvöldsins (þetta var um svipað leyti og ég sendi sms-ið "Ég veit ekki hvar ég er").

laugardagur, september 24, 2005

Það vantar titil á bloggið mitt. Það er búið að vera án titils í allt sumar.

Ég virðist hafa verið klukkuð. Mis-lesist vinsamlegast ekki "Ég virðist vera klikkuð." Það er pottþétt betra að vera klukkaður í klukk-leik bloggsamfélagsins en t.d. vera X-aður af Jamie Kennedy. Staðreyndirnar 5 koma næst, en staðreyndin er sú að ég er...

sunnudagur, september 18, 2005

Hvað skal blogga um?

Erna stakk upp á bloggi um hversu yndislegt það er að vera í skólanum. Ég mundi nú ekki lýsa veru í skólanum sem yndislegri, en ég ætti eiginlega að gera það þar sem ég eyði um 37,5% til 81,25% af vökutíma mínum í skólanum (helgar meðtaldar).

Það sem er yndislegt, það er að hafa kaffivél í skólanum. Ef við notum Laplace á það þá fáum við út að kaffi er gott.

Meira sem er yndislegt, Bítlarnir í skólanum og utan hans. Bara alltaf.

Ég held að vinstra heila hvelið sé gjörsamlega búið að taka yfir það hægra... eða var það öfugt... Heilahvelin eru allavega ekki tvö lengur.

fimmtudagur, september 15, 2005

Skafti og Skafti

miðvikudagur, september 14, 2005

úh ah cantona!

mánudagur, september 12, 2005

SHIT:


(Ef vel er að gáð sést fluga í skítnum)

laugardagur, september 10, 2005

Örsaga eftir Lúmó

Ef maður eyðir lífi sínu í að hlusta á grasið vaxa, er maður þá að missa af einhverju? hugsaði stelpan. Ef já, af hverju er maður þá að missa? Hún klóraði sér í hausnum íhugul á svip. Ætli það sé yfir höfuð einhver tilgangur með þessu öllu? Hún var ekki viss hver hennar eigin skoðun var. Stelpan tók sopa af ísköldum bjór og komst síðan að niðurstöðu fyrir sjálfa sig. Maður missir að minnsta kosti ekki af grasinu að vaxa ef maður hlustar á það.

Nafn höfundar er dulnefni.

þriðjudagur, september 06, 2005

Jæja þá er ég nokkurn vegin búin að jafna mig eftir föstudagskvöldið (sjá síðustu færslu) og lífið heldur áfram. Nema núna í vetrartempói. Vetrartempó er þannig, að á þriðjudagsmorgni fæ ég mér kaffi gleymi ólátum helgarinnar, og það næsta sem ég veit er að það er kominn fimmtudagur og ég er búin að skrá mig í vísó.


Myndin er fyrir Svanhvíti, mína góðu vinkonu, sem er búin að vera til staðar öll þessi ár.

laugardagur, september 03, 2005

Þegar einstaklingur vaknar klukkan hálf 9 á laugardagsmorgni og það fyrsta sem hann hugsar er klukkan hvað byrjar vísó! þá er kominn tími til að taka drykkjuvenjur viðkomandi til endurskoðunar.

Fljótt rann upp fyrir mér að vísindaferðin hafði verið kvöldinu áður... og ég var ennþá drukkin.

Síðan fór ég að rifja upp atburðarás kvöldsins. En þar lenti ég í töluverðum erfiðleikum, eyðurnar sem ég gat ekki fyllt inn í voru ófáar.

Sumt er augljóst. Ég vaknaði útsofin fyrir 9 þannig að ég hlýt að hafa farið snemma heim. Ég man ekki hvað ég gerði seinni hluta kvöldsins þannig að klárlega drakk ég marga bjóra og tók mörg skot.

Eftir hádegi hringdi ég í Ernu og hún gat sagt mér fullt sem gerðist.

Niðurstaðan er sú sama og venjulega: drekka minna næst ;) (líklegt?)