mánudagur, febrúar 09, 2004

Ég var ótrúlega dugleg um helgina, alveg ótrúlega það var soldið magnað. Ég náði meira að segja að fara út að leika. Á föstudagskvöldið fór ég í vísindaferð í VSÓ, ég var brjálað illa klædd og það var vont veður þannig að í byrjun var ég ekkert svaka bjartsýn. Eftir fyrsta bjórinn var allt í góðu. Kynningin í VSÓ var meira en lítið, fyrst talaði einn kall og síðan annar og þetta var allt svaka áhugavert. Síðasti ræðumaður var grannvaxinn dökkhærður maður með skrítinn hreim, hann byrjaði eitthvað að tala, eftir eina mínútu sagði hann: "Núna ætla ég að lesa fyrir ykkur upp úr mastersritgerðinni minni." Og byrjaði að lesa þurran og leiðinlegan texta, eftir smástund byrjaði tónlist og maðurinn byrjaði smátt og smátt að dansa, alveg þangað til hann var að dansa á fullu. Við sprungum öl úr hlátri, síðan fór hann að juggla og tók sjálfboðaliða upp á svið svo úr varð hin mesta skemmtun. Á eftir var haldið á Pravda þar sem, þar tókst mér að kvarna úr frammtönnunum mínum með því að rekast í bjórglas, en ég hætti fljótlega að pæla í því vegna þess að Vaka var að gefa ókeypis bjór og það þýddi ekkert að hætta þarna. Um tíuleitið sagði Lilja við mig að við værum að fara, ég sagði bara já og amen og við, Rósa og Jóhanna fórum á Nelly´s og einhverja fleiri staði. Við enduðum á Ara í ögri að syngja með trúbadorum (2 sko), annar rak gítarinn í hausinn á mér (eða ég hausinn í gítarinn) og var svo elskulegur að biðjast afsökunnar.

Á laugardaginn var ég komin upp í skóla og ég og Dagný unnum í eðlisfræðivinnubókinni og tölvuteikningu alveg til 5, ýkt duglegar. Ég hafði ákveðið að laugardagskvöldið yrði notað til afslöppunnar og að ég skildi vera kominn snemma heim. Ég, Svanhvít, Steini og Svenni fórum í bíó, Steini vildi fara á Lost in Translation en var ekki nógu ákveðinn þannig að ég ákvað að við skildum fara á Monster. Ég veit ekki alveg hvort ég sé eftir þeirri ákvörðun, myndin var mjög mjög góð en einnig mjög mjög átakanleg og gróf, eða kannski ekki gróf heldur hrá, ég bjóst við að hún yrði dempuð meira niður. Charlize Theron var rosalega góð, það er alltaf verið að tala um að hún hafi bætt á sig svo mörgum kílóum fyrir myndina en hún var ekkert feit, hún líktist meira eðlilegri konu í vextinum. Mæli pottþétt með Monster fyrir þá sem eru ekki með viðkvæma sál. Á eftir fórum við heim til Steina og Svanhvítar og Steini eldaði sem var heví næs, enduðum dansandi á Kofanum þangað til 5 um morguninn. Og ég fór ekki snemma heim.

Á sunnudaginn þá sko... nei ég held ég sleppi því.

Engin ummæli: