fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Er þín fjölskylda plebbafjölskylda? Taktu prófið! (merktu við það sem best við á)

1. Á sunnudögum...
a) borum við upp í nefið.
b) tölum dönsku.
c) förum við á kammertónleika í hörfötum.

2. Við eigum...
a) einn bíl sem við bítumst um
b) 2 bíla
c) 4 bíla eða fleiri

3. Bílategundirnar sem eru á heimilinu eru...
a) Benz og BMW, við kjósum að nafngreina ekki hinar tegundirnar
b) Skoda með biluðu púströri
c) Yaris og slyddujeppi

4. Húsið okkar er á...
a) tveimur hæðum
b) hús? Það er plebbaskapur að búa í húsi, við búum í kjallaraíbúð!
c) 6 hæðum, auk háalofts og sér bílskúrs

5. Á síðasta ári fórum við...
a) öll til útlanda í sitthvoru lagi með Icelandair
b) í bústað með frændfólki í Borgarnesi
c) til Mallorka á yfirdrættinum

6. Foreldrarnir eyða sumrinu í að...
a) snyrta garðinn og drekka lemonade þegar þau verða þreytt
b) Labba Laugarveginn og fara í Þórsmörk
c) vinna auðvitað, sumarfríið endist ekki í nema örfáar vikur!

Stigagjöf fer fram alveg eins og í Birtu:
1) a)-1 b)-3 c)-2
2) a)-1 b)-2 c)-3
3) a)-3 b)-1 c)-2
4) a)-2 b)-1 c)-3
5) a)-3 b)-1 c)-2
6) a)-3 b)-2 c)-1

Niðurstöður:
6 - 9
Lágmenning, lágstétt, lowrider, J-Lo you name it. Þín fjöskylda hatar plebba, þið eruð allt nema plebbar. Rokkarar, anarkistar, uppreisnarseggir, meðaljónar. Fyrir ykkur er allt betra en plebbaskapur! Kannski eruð þið skápaplebbar, fílið plebba í laumi en þorið ekki að segja neinum af ótta við að skaða mannorðið.
Frægt fólk í antiplebbamerkinu: Þeir sem búa yfir sönnum MH-anda t.d. Sigurjón Kjartansson

10 - 14
Þið eruð nett meðalfjöskylda, það vottar fyrir smá plebbaskap en hei hver fílar ekki flotta bíla og nýskornar rósir í eldhúsglugganum?
Frægir meðaljónar-og gunnur: Allir hinir


15 - 18
Díses, hættið að reyna að vera venjuleg. Ef að plebbar hefðu konung þá væri það þín fjölskylda eins og hún leggur sig. Hvað á að gera í sumar, heimsækja spænsk listasöfn? Engum manni dylst hið sanna innrætti ykkar, they can smell it! Ekki klippa levi´s merkið af gallabuxunum, þetta er ekkert til að skammast sín fyrir!
Frægt fólk í plebbamerkinu: Svenni vinur hans Stebba, ég (uhum)

Aths. Til að enginn verði fúll ætla ég að segja að þetta próf gerði ég í djóki því mamma sagði eftir kvöldmat í kvöld Jeg er só sad! Sem átti að skiljast Ég er svo södd! á dönsku. Einnig var gamli bimmi minn að komast í gegnum endur-skoðun eftir að pabbi talaði kallinn til. Ég fór að pæla að við slettum dönsku (illa) á heimilinu og eigum bimma og fannst það alveg geta hljómað plebbalega. Fleira sem mér dettur plebbalegt í hug við okkur: Við búum í sama hverfi og Kári Stefánsson!

Engin ummæli: