fimmtudagur, apríl 08, 2004

Skírdagur, aaaaah, ég elska daga sem heita eitthvað sérstakt, sérstaklega þá sem láta vera lokað í VR-II svo maður fær afsökun fyrir að læra ekki. Reyndar var opið í dag, en ég fór ekki, ég fór í ferminguna hennar Ásdísar frænku. Það var bara stuð, ég borðaði blóð og líkama krists sem var ekkert gott á bragðið. Borðaði síðan grillpinna, hrísgrjónarétt, salat, ávexti, kökur og súkkulaði og drakk bjór og kaffi og leið VEL. Labbaði síðan með litla frænda mínum sem er 13 mánaða, hann getur næstum labbað sjálfur, þarf bara að halda í einn fingur á manni og hleypur út um allt. Hlustaði síðan á Rögnu frænku telja upp öll vöðvaheiti sem hún kann á latínu og fleira skemmtilegt.

Ég er komin með nýtt mottó (í staðin fyrir: You can't make an omlett without braking a few eggs) og það er: Ég drekk bara á dögum sem enda á 'r'. Svenni, vinur hans Stebba sagði þetta, hann drekkur reyndar ekki en hugsunin á bakvið er góð.

Engin ummæli: