föstudagur, apríl 16, 2004

Heimadæmi númer tvö á þrem dögum í burðarþolsfræði, dónaskapurinn í þessum manni, helst langar mig að sparka í hann. En ég ætla ekki að gera það, ástæða: ég er of hamingjusöm til að láta svona draga mig niður, ástæða 2: það gæti varðað brottvikningu. Hvers vegna er ég hamingjusöm? Jú ég er búin að fá vinnu fyrir sumarið eða þær 6 vikur sem mér þóknast að vinna áður en ég heiðra 3 lönd með nærveru minni (face Svanhvít! og ég fór til London í janúar). Úff hvað ég hljóma eins og ég sé að reyna að láta rigna upp í nefið á mér (hvernig hljómar það?). Ó vell ég er í góðu skapi, nettur prófkvíði í mér, var í Hreyfingu þar sem ég gekk fram af sjálfri mér, borðaði síðan góðan mat, hef aðgang að nettengdri tölvu, það er til blátt ópal, öll helstu líffæri virka, ég á nasa rúm, Bob Dylan finnst gaman að læra greiningu með mér, ég á góða fjöskyldu og vini og nóg að borða og þak yfir höfðið og what's not to like??? Ég missti mig þarna aðeins í hamingjuupptalningunni. Vá hvað mörg batman quote komu upp í kollinn núna.

Engin ummæli: