föstudagur, apríl 23, 2004

Það er allt að gerast. Verðandi japönskutalandi áhugamanneskja um lyf fæddist á þessum degi fyrir 2 tugum og 1 einu ári síðan. Til hamingju með daginn! Þjóðarskáldið fæddist einnig á þessum degi fyrir miklu fleiri tugum síðan, ég fæddist fyrir 21 ári og 3 dögum, allt að gerast, ég er að segja það.

Fór í lengsta stærðfræðitíma lífs míns í dag klukkan 3, gekk út tæpum þremur tímum síðar með hausinn fullan af vitneskju og andann fullan af löngun í bjór, samviskuna lemjandi andann fyrir að langa í bjór, hugann í sólbaði á norskri bryggju, þvagblöðruna fulla.... o.s.frv.

Afmælisdagurinn var hinn ágætasti, þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki uppáhaldsdagurinn minn á árinu en í þetta sinn var dagurinn góður. Ég fór með tveimur vitleysingum með kreditkort í Perluna að borða, köllum þá foreldri 1 og foreldri 2. Diffrum með tilliti til t og finnum normalvigursvið. Það var hin ágætasta skemmtun bæði fyrir mig og bragðlaukana mína, fannst við reyndar snúast frekar hratt, kannski var það bara grönne tuborg. Seinna um kvöldið kom krúið í heimsókn og ég fékk pakka. Og blés á 21 eitt kerti, því miður náði ég bara að slökkva á 20.

Takk allir sem mundu eftir afmælinu mínu :)

Engin ummæli: