mánudagur, apríl 26, 2004

Mánudagseftirmiðdagur klukkan 18.30, klukkan tifar, ég lít á símann minn og bölva því að það sendi mér enginn sms svo ég hafi afsökun til að taka mér pásu til að svara, hnakkinn á Brynju lítur miklu betur út en stærðfræðidæmið, hungurverkurinn og stressverkurinn sameinast í einn stóran verk, það er heitt og kalt til skiptis, stólinn er óþægilegur, æ ég gleymdi að gata eitt blað, það er ekki sérlega mikilvægt en það má nú ekki vera útundan, best að rölta í hinn endann á bókasafninu og gata aumingja blaðið, ég þarf allvega ekki að læra rétt á meðan.

Lýsingin hér að ofan á við flestar mínar vökustundir, mínúturnar líða, hægar og hægar, stundum verður maður bara að gefa sál sína fyrir klukkutíma af aukaeinbeitingu.

Fyrir tveimur vikum ákvað ég að drekka ekki meira fyrir próf, það gekk í 9 daga. Ég hafði afsökun á föstudaginn, ég fór í afmæli til Elínar og allir hinir voru að drekka. Það var gaman og það var meira gaman af því að ég var full, og það er gaman að drekka.

Dans í kvöld, gaman gaman. Ég reiknaði gamalt próf í lík&töl í dag (sem er á fimmtudaginn) og gat 2 og 1/2 dæmi af 6 sem þýðir að ég þarf bara að geta 1/2 í viðbót til að ná, gaman gaman. Því takmarki skal náð á morgun. Ég fékk 10 fyrir eðlisfræðiskýrsluna mína, gaman gaman, en ekki fyrir "eðlisfræðileg gæði" hennar þó, heldur ég tekkaði hana svo fínt (sem þýðir fyrir þá sem ekki vita humm humm setja í latex). Það er svo gaman að fá einkunn fyrir lookið en ekki innihaldið, það má alveg alltaf vera svoleiðis í eðlisfræði, það væri gaman gaman.

Engin ummæli: