sunnudagur, apríl 11, 2004

Ég held áfram að skrifa um mitt æsispennandi líf án þess að neinn kommenti, ef þið bara vissuð hvað það er spennandi!!!

Ég held að ég sé eitthvað að ruglast, eftir 11 tíma svefn í nótt + 2 tíma svefn í dag dustaði ég rykið af stærðfræðibókinni og reiknaði grein 12.8 sem átti að reiknast vikuna 13. til 19. febrúar, þvílíkur dugnaður. Tók síðan þátt í fjareldun í gegnum sms samskipti við móður mína, hagnaðurinn var tvíþættur, ég lærði að elda og mamma æfði sig að senda sms.

Mamma er ótrúleg. Pabbi gaf henni síma í valentínusargjöf og síðan þá hef ég unnið í sjálfboðavinnu við að kenna henni að senda sms, lesa sms, setja númer í símaskrána og fleira nauðsynlegt. Núna var hún að koma og gefa mér páskaegg, hún er nú alveg ágæt. Ég fékk málsháttinn: Hverjum þykir sinn fugl fagur sem er fyndið því fyrr í vikunni komu amma, Haukur, Jemer og Baldvin litli frændi í mat og þá fengu allir páskaegg númer 1 frá ömmu og þá fékk ég sama málshátt. Hver er þessi fugl minn sem mér þykir svona fagur???

Ég fór aðeins að djamma á föstudaginn langa, bara smá, það opnaði nebblega á Ara fyrir 12 og ég skellti mér með Stebba og vinum hans. Þeir voru heví næs og 2 af 3 keyptu bjór handa mér :) Það er ekki leiðinlegt að fá bjór. Eina leiðinlega var að ég asnaðist til að labba ein heim til mín, það stoppaði jeppi og bauð mér far en ég afþakkaði því mér leist ekkert á fertugan Oddgeir og félaga hans, vildi frekar vera blaut og köld.

Gleðilega páska, ég og eggið mitt ætlum að horfa á sjónvarp núna á meðan annað étur hitt!

Engin ummæli: