þriðjudagur, apríl 13, 2004

Hneyksl! Geiri hélt upp á afmælið sitt í gær og hann bauð mér ekki!!!! Ég sem hélt að við værum svo miklir buddies, en nei nei, Þuru var ekki boðið.

Úff, það var gott að koma þessu frá sér. Páskafríið búið og svona, tími kominn að tjalda í VR á bókasafninu.

Í gær fór ég í fermingarveislu, alveg óvænt, ég vissi ekkert af henni. Til að leiðast ekki hafði ég það að markmiði mínu að tala við alla sem ég þekkti í veislunni, allar frænkurnar og mennina þeirra, fékk að halda á eins árs frænku minni Avril Aþenu sem er 1/4 íslensk, 1/4 mexíkósk og 1/2 kólombísk og svakalega sæt. Fljótlega var ég búin að tala við alla nema einn, Guðmundur Edgarsson ensku og stærðfræðikennari í MH var á svæðinu. Ég hugsaði að þetta gæti orðið athyglisvert. Ástæða: Ég þekki manninn ekki neitt, hef aldrei verið í tíma hjá honum og hef aðeins og eingöngu haft samskipti við hann í gegnum gerð busamyndarinnar frægu haustið 2002 þar sem ég og fleiri (og fleiri) spreyjuðum blóði á manninn meðan hann öskraði sem óður væri með vélsög í hönd, og þar af leiðandi vissi ég ekkert hvað ég gæti mögulega sagt við hann.

Anyway, þá "náði ég honum" þegar hann var að ná í kaffi handa kærustunni (heví gellu enskukennarinn sem ég veit ekki hvað heitir) og byrjaði að spjalla. Við töluðum svosem ekki um neitt merkilegt, nýju vinnuna hans, háskólann og bara svona hefðbundið. Eftir smá tíma sagði hann lúpulegur "ég verð víst að fara með kaffið til... já bless" og fór með kaffið til gellunnar. Ég glotti bara, en þegar ég fór að pæla í því þá fattaði ég að það var ég sem spurði hann út úr en ekki öfugt, ég hlýt að hafa virkað svaka ágeng... *hugs* En tilganginum var náð, mér leiddist ekki í veislunni.

Talandi um gamla kennara, ég rakst á einn í dag sem kenndur var við bókstaf á sínum tíma og við rifjuðum upp gömul kynni (ath. Héðinn ég svaf ekki hjá honum!). Þeir sem vilja vita meira geta bara hringt í mig ;)

Engin ummæli: