mánudagur, apríl 05, 2004

[neikvæða bloggið]
Búnar að skila AutoCAD, það var algjört kodak-moment þegar við loksins settum verkefnið í hólfið hjá kennaranum. Að skila gekk samt ekki vandræðalaust, fórum í dag 3 ferðir á prentunarstaðinn í röð þangað til ætlunarverkinu var loksins lokið. Ég held að allir starfsmennirnir í Samskiptum þekki okkur núna, vorum þar nokkrum sinnum á laugardag líka. Ég ætti að vera hamingjusöm núna og ég finn fyrir ákveðnum létti en núna þarf ég að gera eðlisfræðiskýrslu. Ekki að það sé mjög erfitt eða að það taki svo langan tíma. Málið er bara að ég er hjá sama kennara og í fyrra og sá maður hefur svo svakalega hátt álit á mér. Í fyrra gerði ég ömurlega skýrslu og ég held hann hafi verið persónulega sár yfir því. Núna sagði hann við mig: ÞÚ veist hvað þú getur gert, ég vil góða skýrslu! Pressan er of mikil, ég held ég geti ekki gert neina góða skýrslu, ekki eins góða og hann vill fá. Svo er próf á morgun og 2 heimadæmi og Héðinn er í bænum og hann er eiginlega ekkert búinn að sjá mig síðan hann kom og mig langar í dans í kvöld og og og og og og

Það er bara allt ómögulegt!

Þetta er samt allt að skána, ég var í álveg brjáluðu skapi í gærkvöldi og í morgun, núna er ég farin að sætta mig við örlög mín. Ég verð bara að sitja fyrir framan tölvuna í marga klukkutíma í viðbót og bara deyja eða eitthvað.

Engin ummæli: