sunnudagur, maí 30, 2004

[væmna bloggið]
Seinasti frídagurinn áður en ég fer til útlanda er í dag, eða var í dag þar sem dagurinn er að verða búinn. Ég fór í gegnum bréfasafnið mitt í dag, fyrstu bréfin eru frá ca ´90 þegar ég og Anna Rut vorum pennavinkonur. Reyndar vorum við líka bestu vinkonur og bjuggum í sömu götu en það var samt ýkt gaman að senda bréf á milli í pósti. Ég fann líka gömul heimaföndruð jóla og afmæliskort frá góðum vinum, sem var ýkt gaman að skoða aftur. Ég var semsagt riding down memory lane í dag.

Í kvöld fór ég svo með settinu í mat til Stellu frænku þar sem fjölskyldan átti áhugaverða kvöldstund saman. Ég og Ragna plönuðum afmælisgjöfina hennar ömmu, við og ein önnur frænka ætlum að láta taka mynd af okkur saman, ramma inn og gefa ömmu, hún á afmæli 17. júní þannig að það verður ýkt gaman. Nýjasta myndin sem er til af okkur saman er frá jólunum ´85 svo það er tími til kominn að taka nýja. Það verður svo gaman að sjá svipinn á henni :)

Vá hvað ég er í væmnu skapi í kvöld, mér er skapi næst að leigja A River Runs Through It og kaupa pakka af súkkulaði. Svo vel vill til að það er frídagur og þ.a.l. lokað þannig að ég slepp.

Engin ummæli: