mánudagur, maí 10, 2004

Tveir tímar í próf! Þegar þetta er skrifað sit ég heima hjá mér sofin 4 tíma, stútfull af fróðleik. Próf í stærðfræðigreiningu IIB nálgast óðum. Ég held ég hafi sett met í samfelldri veru í skólanum í gær og er nýsett met 17 klukkustundir. Frá 10 í gærmorgun til 4 í morgun. Reyndar skrapp ég einu sinni að ná í pizzu en ég fór ekkert heim til mín á þessum tíma. Það var mjög indælt að keyra heim þegar sólin var að rísa, enginn bíll á götunum, þannig að ég og Dagný gátum áhyggjulausar farið í kappasktur upp Bústaðaveginn (ég veit, við erum svo villtar). Þegar ég síðan kom heim tókst mér að læra í 1 og 1/2 tíma í viðbót þannig að ég fór ekki sofa fyrr en 6 í morgun, og það er seint á minn mælikvarða. Nú ætla ég að ná mér niður fyrir prófið og lesa litlu minnismiðana mína :)

Engin ummæli: