föstudagur, maí 21, 2004

[ómerkilega bloggið]
Ég er glæpamaður! Ég fór í bíó í gær og þegar myndin var búin og ég var að leggja af stað heim þá var fullt af bílum á bílastæðinu því myndin var Trója. Ég var að taka beygju á bílastæðinu þegar ég heyrði skraphljóð. Hólí fokk, ég skrapaði annan bíl. Þar sem ég reyni oftast að vera löghlíðin þá stoppaði ég bílinn og kíkti á skemmdirnar hjá hinum og ákvað að þær væru smávægilegar. Síðan tók ég eftir því að hann hafði lagt ólöglega þannig að ég ákvað bara að fara í burtu. Og ég ók í burtu án þess að gera neitt. Ó mæ god ég fékk þvílíkt samviskubit, en það er farið núna, ó vell sjitt happens.

Fyrir utan "óhappið" þá var bíóferðin fín. Myndin var frekar löng en leikararnir voru margir mjög girnilegir, þar sem einu fötin sem þeir voru í var brynja og pils. Jújú myndin var voða flott og það sást alveg að peningum hafði verið eytt og allt lookaði. En það bara vantaði eitthvað, einhvern neista. Mér finnst bardagamyndir æðislegar og skemmtilegast er ef ég öskra í bíó af því að ég mér finnst eins og það sé verið að reka mig á hol en ekki einhvern áhættuleikara í þykistunni. Það gerðist ekki í þetta skiptið, ég bara horfði sallaróleg á tjaldið og leit meira að segja nokkrum sinnum á klukkuna. Það eina sem Tróju vantar er sál. Hún er aðeins innantómt hulstur. Þó að hulstrið sé fínt og flott þá skiptir það engu ef ekkert er fyrir innan. Ég næ ekki að koma meiningu minni betur frá mér, vona bara að einhver skilji mig.

(Ég vona að ég hitti Óla ekki í kvöld. Ég ætla að vera edrú, hann yrði örugglega hræddur.)

Engin ummæli: