laugardagur, maí 22, 2004

Ég vaknaði í morgun og fékk vægt áfall, "Ég er að verða of sein!/Ég þarf að ná sæti á bókasafninu!" en þá áttaði ég mig, ég þarf ekki að gera neitt í dag. Ég gæti legið uppí rúmi og hlustað á Sgt. Peppers á repeat í allan dag ef ég kærði mig um það, ég ætla a.m.k. að hlusta á hana einu sinni.

Ég og Elín vorum að tjilla saman í gær og horfa á súra sjónvarpsþætti saman. Hún sötraði bjór og ég borðaði ostasnakkið hennar af áfergju. Af því við erum svo skemmilegar þá kom fullt af fólki að hanga með okkur. Litum í bæinn um tvöleitið. Á Kofanum sáum við skemmtilega gellu, hún stóð í þeirri meiningu að hún væri að dansa en mér fannst hún bara vera hrista líkama sinn og það í kappi við hjartslátt randaflugu. Hún var í hálfgegnsærri peysu og undir var hún í bikinítopp, ég var að vona að hún færi úr peysunni, það hefði verið sjón að sjá. Því miður gerði hún það ekki, þegar við nenntum ekki að bíða lengur fórum við á Dillon. Þar var allt fullt af stúdentum, semsagt ÞAÐ VORU ALLIR YNGRI EN ÉG! sem ég tók sem merki um mína eigin öldrun. Við fórum í leikinn fikta í dótinu hennar Þuru sem gekk út á það að Atli tók allt upp úr veskinu mínu og gerði grín að því.

Ég var heví sátt við kvöldið :) Það var svo gaman að hitta alla sem ég hef ekki hitt ýkt lengi.

Engin ummæli: