miðvikudagur, maí 19, 2004

Það á ekki að gera manni þetta! Ég skráði mig inn á heimasvæðið mitt hjá háskólanum í þeirri veiku von að það væru fleiri einkunnir komnar. Ég taldi "einn, tveir, þrír áfangar eftir. Þá hlýtur ein einkunn í viðbót að vera komin!!!!" og var ýkt spennt. En þá var nýja einkunnin auðvitað staðist fyrir eins einingar valáfangann Verkfræðingurinn og umhverfið, andsk!

Ég býð svona spennt eftir einkunnunum af því að þetta prófatímabil var það rosalegasta sem ég hef upplifað. Ég vissi einu sinni ekki að það væri hægt að læra í 16 tíma á dag. Og mig langar svo að ná!!

Það er dásamlegt að vera í sumarfríi, ég er farin að fatta það. Ég horfði á vídeó heima hjá mér um daginn í fyrsta sinn síðan í jólafríinu og nýtti tækifærið og kláraði að horfa á mynd sem ég byrjaði á þá. Það var magnað, að liggja samviskulaus fyrir framan sjónvarpið og drepa heilasellur. I love it :)

Engin ummæli: