þriðjudagur, janúar 02, 2007

New York, New York

Í morgun kom ég heim frá New York borg þar sem ég var með settinu í nokkra daga (og aðliggjandi nætur). Það var tryllt. Mig var búið að langa mjög lengi til þess að fara og ég hafði fyrir fram miklar væntingar til borgarinnar, sem hún stóð undir.

Þetta var mín fyrsta (en svo sannarlega ekki síðasta) ferð til NY þ.a. mikill tími (mestur tíminn) fór í að skoða skyldu-túristastaðina (sem var algjörlega þess virði að bíða í röð í margar klukkustundir til að sjá).

Gaman þótti mér að:

  • Fara upp í Empire State Building og Rockefeller Center
  • Sigla að Liberty Island (þar sem styttan er) og Ellis Island og sjá skýjakljúfana á Manhattan úr fjarlægð
  • Sjá staðinn þar sem tvíburaturnarnir voru, þar er verið að byggja Freedom Tower núna
  • Rölta um Central Park, mér fannst reyndar gaman að labba um alls staðar því byggingarnar eru svo flottar
  • Fara á listasöfn, listunnandi foreldrum mínum fannst nauðsynlegt að fara á MoMA, Guggenheim og Whitney, síðan fórum við líka á Neue Galerie, safn sem sýnir eingöngu verk þýskra og austurrískra listamanna. Tryllt, öll fjögur söfnin, tryllt.

Lengra verður þetta ekki, í staðin ætla ég að mjatla í rólegheitunum nokkrum af þeim hundruðum mynda sem ég tók í NY á flickr síðuna mína.

Já og gleðilegt ár 2007 !

3 ummæli:

Svanhvít sagði...

Vá, hvernig tókst ykkur að gera þetta allt á 4 dögum??

Hákon sagði...

Hmm ég get ekki skoðað síðun settid.blogspot.com ?

Já og þú misstir af áramótum sem styttu líf mitt um 2 ár vegna brennisteinseitraðs flugelda andrúmslofts. Þannig að það má segja að þú hafir grætt 2 ár mínus 4 daga á því að fara til NY!
Geri aðrir betur!

Þura sagði...

Zvan: tryllt skipulag á la Þura

Hákon: Sko þau eru ekki byrjuð að blogga ennþá...

Jei, græddi ég tíma :) gott, það er allt í samræmi við planið.