sunnudagur, október 17, 2004

Tími til að blogga.

Föstudagskvöld var kvöld fjölbreytileikans, eina stundina sat ég á Mímisbar að læra reglurnar í tennis og þá næstu að hækka meðalaldur á tónleikum Dáðadrengja, svo ekki sé minnst á bingó og bíó.

Verð samt að segja frá leiðinlegasta fyrirlestri í vísindaferð sem ég hef setið undir. Vorum í véladeild Heklu og einn af aðal-gaurunum (man alls ekki hvað hann heitir) hélt fyrirlestur áður en boðið var uppá bjór nb. Hann byrjaði á því að fara nákvæmlega yfir sögu fyrirtækisins, útlistaði hvaða ár þeir hefðu fengið umboð fyrir hin og þessi tæki. Síðan komu myndir frá opnun nýju byggingarinnar sem við vorum stödd í í Klettagörðum, hann sagði næstum því hvaða veitingar hafði verið á boðstólnum þá. Hápunkturinn kom svo þegar trjálínurit með myndum af starfsfólki deildarinnar birtist, þá sagði maðurinn frá því hvað hver og einn hét fullu nafni og hvað hann gerði nákvæmlega innan fyrirtækisins, t.d. svona "Sigurður Kristjánsson er sölumaður í varahlutum fyrir stóru vélarnar, hann er hörkuduglegur. Salan hefur aukist síðan hann Siggi byrjaði..." Svona rétt í lokin taldi hann upp hve margar vélar frá Heklu hvaða fyrirtæki ætti "KB banki á eina, Sjóvá Almennar fimm..." Það var mjög erfitt að fylgjast með.

Í gær fór ég í klippingu :) loksins! Og af því tilefni var laugardagskvöldið módelkvöld, þ.e. ég málaði mig eins og ég væri þátttakandi í America´s next top model og var í módel-fíling allt kvöldið. Svona bilast maður í hausnum við nýja klippingu. Hitti Svanhvíti á Stúdentakjallaranum og fleiri skemmtilega :)

Engin ummæli: