miðvikudagur, október 13, 2004

[Stundum geta bara Bítlarnir hjálpað!]

Litli maðurinn með loftpressuna
Ég er búin að vera lasin undanfarna daga, heima með hósta og skjálfandi úr kulda. Það er fínt að því leyti að ég má horfa á Simpsons um miðjan dag :), að öllu öðru leyti ömurlegt. Í gær dröslaðist ég aðeins í skólann því ég þurfti að skila greiningunni, eftir erfiða fæðingu lélegustu heimadæma sem sögur fara af var ég komin með hellu. Þegar ég kom heim var maður að brjóta niður vegg í garðinum með loftpressu, týpískt, ég og hellunni minni fannst það ekkert skemmtilegt en lögðumst samt upp í sófa með hungangsvatn og Simpsons. Hávaðinn var þolanlegur alveg þangað til maðurinn fór að brjóta vegg sem er fastur við húsið og titringurinn sem loftpressan framkvæmdi ferðaðist um alla veggi hússins. Ég veit það því að ég labbaði um allt húsið í leit að minnst-víbrandi staðnum, fann hann ekki. Og þetta var pirr dagsins.

Engin ummæli: