sunnudagur, október 10, 2004

Þessi mynd lýsir mjög vel mínu ástandi í haustferð vélarinnar. Of mikið frítt áfengi á boðstólnum gerir það að verkum að ég drekk of mikið áfengi. Ferðin var ýkt fín upp að þeim punkti þar sem ég fór frá því að vera full yfir í að vera sótmökkuð (= á rassgatinu). Fín lína sem ekki er sniðugt að fara yfir.

Lögðum af stað frá skólanum uppúr 1, þriðja árið í einni rútu og fyrsta og annað í annari. Byrjuðum í áfengislausri heimsókn í Íslenskri erfðagreiningu, það var voða fínt, hafði aldrei komið þangað áður og núna þarf ég aldrei að fara aftur. Fengum síðan einn tvo bjóra á meðan brunað var í sund í hveragerði. Það gekk ágætlega að komast fyrir í búningsklefanum þrátt fyrir að þar væru aðeins 5 sturtur og stelpurnar væru ca. 45. Strákarnir ætluðu að missa sig í einhverskonar boltaleik.

Fórum síðan á kynningu í Alpan, sem er fyrirtæki á Eyrarbakka sem framleiðir pönnur. Það var frekar gaman. Borðuðum í íþróttahúsi/félagsheimili á Eyrarbakka og þeir sem voru ekki komnir á skallann nú þegar drukku frá sér allt vit. Einhver sagði mér að koma með í Rauða húsið, sem var húsið við hliðiná og inní því var bar, þar gaf einhver mér fullnægingu. Man ekki hver. Birkir var líka ekkert nískur á sopa af kafteininum sem hann átti í kóki. Þetta hljómar ekkert voðalega vel en ég er viss um að þarna var ég ekki búin að gera neina skandala. Rútan lagði af stað í bæinn einhverntíman eftir 10 held ég, síðan kemur eyða. Ég var allavega komin heim, rúllandi, klukkan hálf 2.

Á laugardagskvöldið var fjölskyldumatarboð heima, eins og venja er í fjölskyldunni var til alltof mikill matur, hámi hám. Um kvöldið ákváðum ég og Ragna frænka að fara í bíó á Í punginn á þér og taka þá krakka sem voru búnir að fermast með. Það var svaka stuð, Ragna sagði við miðasölustelpuna þegar hún keypti miða Ég ætla að fá tvo miða á í punginn á mér, NEI ÞÉR, þú veist hvað ég á við! Síðan hló hún 10 sinnum hærra en allir hinir í salnum (lítill salur samt) til samans. Ég sat við hliðiná þessum mikla hlátri og fílaði þess vegna myndina ýkt vel, ben stiller er líka æði. Endirinn (er ekki að kjafta frá) var samt í punginn á mér!

Er búin að vera ýkt dugleg að læra í dag :)

Engin ummæli: