miðvikudagur, október 06, 2004

Get ekki setið á strák mínum, verð að segja litla sögu. Þetta er einu sinni ekki saga, eiginlega bara brot úr sögu. Ragna frænka er í íþróttakennaraskólanum á laugum. Þar fær fólkið sem mun sjá um leikfimikennslu minna barna og þinna (nb) menntun. Ég var að spjalla við frænku,sem sjálf drekkur ekki, á msn núna rétt áðan og hún var að lýsa félagslífinu í skólanum. Það er djammað um hverja helgi og 1 til 2 virk kvöld í viku, og apparently drukkið stíft. Hérna er lýsing Rögnu á því sem hún kallar "karlakvöld" þar sem allt liðið var gjörslamlega útúr drukkið:

og eitt skipti ... þá var karla kvöld ....og fólkið var svo WASTED ... að ég átti ekki til orð .....

fólk var vaknandi hér og þar um laugarvatn ... í einum skó ... eða engum nærjum .. brjóstahaldaralaust ... í fötum af öðrum ... sem það vissi ekkert hver átti .,,,, svo voru 2 gaurar sem fóru bara inní vitlaus hús .. hjá bláókunnugu fólki og ældu og dóu á stofugólfinu hjá því ...!!!

svo þurfti gaurinn sem var að leysa skólastjórann af að koma og skamma alla daginn eftir !!!!

Ég ætlaði að missa mig þegar ég las þetta, sérstaklega partinn um nærbuxnalausafólkið. Varð að deila þessu með ykkur (með leyfi frá frænku að sjálfsögðu) :)

Engin ummæli: