mánudagur, október 04, 2004

Eitthvað ennþá meira að gerast:

Hvað er ömurlegra en að sitja á þjóðarbókhlöðunni og blogga þegar maður á að vera að læra fyrir próf? Humm mér detta alveg nokkur atriði í hug en ég ætla að ímynda mér for the moment að ég sé sokkin á botn ömurlegheitanna.

Aðeins til að klára Britney/rafmagnsfræði senuna, þá er gaman frá því að segja að örtölvu og mælitæknikennarinn svaraði mjög svo kurteisa Emailinu mínu á mjög svo kurteisan hátt. En hvatti mig einnig til að segja honum skoðun mína á Britney/transistora mixinu sem má einmitt sjá á síðunni http://www.britneyspears.ac/lasers.htm sem er mjög góð fræðileg síða.

Ég svaraði og þá var kennarinn orðinn pirraður, ég hafði greinilega misskilið eitthvað hans fyrra svar. Tilgangurinn með glærunni af Britney Spears á brókinni uppi í rúmi var aðeins að benda á fyrrnefnda síðu. Síðan sagði hann að hann hefði alveg eins getað sleppt því að birta myndina og vísað bara beint á síðuna. Hann svaraði hins vegar aldrei þeirri spurningu minni hvaðan Britney/Madonnu kossamyndin kæmi, ég fann hana allavega ekki á umræddri heimasíðu.

Í næsta örtölvu og mælitækni tíma sýndi kallinn aftur glærurnar sem ég hafði spurt hann út í og var þá búin að fjarlægja allar myndir af fáklæddu kvenfólki. Vann ég þá? Ég var ekkert að biðja hann um að fjarlægja myndirnar, heldur bara að benda honum á að þetta hafi verið karlrembulegt. Anyway, mission failed.

Á föstudaginn var það októberfest á eftir vísó að sjálfsögðu. Og kvöldið var alveg æðislegt :)

Á laugardaginn var afmælispartý hjá steina, það var gaman þangað til það leystist up í fullir-strákar-að-spila-háværa-tónlist-partý. ;)

Engin ummæli: