föstudagur, júlí 21, 2006

Snjór í júlí

(1) Ég er að spá í að hætta að drekka... eftir helgi.

(2) Hvort er betra að vera hreinskilinn eða halda sér saman?

(3) Gæti verið meiri bjór?

(4) Hvort er ís eða bjór betri á góðviðrisdegi?

(5) Ég er komin með bakþanka... númer (1) var djók.

(6) Ertu með góða sjón, Jón?

(7) Lúðar ríma. Örlög eða tilviljun?

(8) Hvort er furðulegra, fara að sofa klukkan 6 um morgun eða vakna klukkan 6 um morgun?

(9) Hvað ætli Jón Markús sé gamall?

(10) Ef þú meikaðir að lesa svona langt, þá geturðu alveg gefið þér tíma til að kommenta, ég er (mis) mikið búin að vera að pæla í þessum 9 atriðum og vantar nýtt sjónarhorn! Takk fyrir mig.

7 ummæli:

Elín sagði...

1) Shut up.
2) Shut up.
3) Nei.
4) Ís því bjórinn getur gefið manni hausverk og óhóflega leti
5) Well duh
6) Nei en ég redda því með einglyrni (hvaða Jón? If I treat them badly they love me madly kannski? Þá er það LúðaJón)
7) Örlög, annað hvort ertu kúl eða þú rímar
8) Ég hef aldrei skilið fólk sem getur vaknað kl. 6. Ég er samt skrítin svo ég get eiginlega ekki svarað þessu.
9) Jón who? Ekki LúðaJón allavega
10) Jáh, hef ekkert betra að gera...

Nafnlaus sagði...

(1) ;-)

(2) Bæði betra

(3) neibb

(4) pottþétt ís, ég er hætt að drekka bjór!

(5) Þangað til á sunnudaginn, er það ekki?

(6) það er spurning?

(7) örlög, það er örugglega í genunum

(8) Hvorugt furðulegt fyrir mig síðasta árið syni mínum að þakka :-/

(9) Hver?

Steini sagði...

Ég veit um nokkra rappara sem myndu vilja ræða aðeins við þig um nr. 7.

Orri sagði...

(1) hættu frekar að borða kjöt.

(2) Gettu hvað mér finnst.

(3) að vera bjór eða vera meiri bjór, það er spurning. (svarið er að vera meiri bjór).

(4) bjór ef maður er ekki á bíl. ís ef maður er á bíl. það er betra að vera ekki á bíl.

(5) ok

(6) Ef þú varst að meina Jón Þór þá er hann með 3,75 og 3,25 gleraugu (man ekki hvort það sé plús eða mínus en hann er held ég nærsýnn) ef ég man rétt. Það er svipað og pabbi er með en Hákon Skjenstad er með +7 gleraugu sem mér finnst soldið svakalegt.

(7) fratboys drekka bjór eins og Þura. örlög eða tilviljun. Ég trúi á bæði örlög og tilviljanir.

(8) mér finnst bæði fullkomnlega eðlilegt og hef oft gert bæði.

(9) Ég veit ekki hver Jón Markús er og það er heldur enginn Jón Markús í þjóðskránni,
bara einn Jón Markússon sem er fæddur 46 (einnig Jón Þór Markússon fæddur 89 og Jón Trausti Markússon fæddur 42)

(10) Hvernig væri nú ef þú myndir kommenta á mitt blogg? Vissiru að ég á blogg (það hlýtur eiginlega að vera fyrst þú linkar á það).

Þura sagði...

Merkilegt hvað kommentarar eru sammála um atriði (3)... og gott að fólk hefur mismunandi álit á númer (8) :)

Elín: (6) Sá Jón! Skamm Elín fyrir að minnast á hann, ég komst yfir hann years ago skiluru...

Eva: (7) Örlög í genunum, heldurðu það? Hummm verð að melta þetta aðeins.

Steini: Ókei, tek fyrri helminginn af (7) til baka, en bara fyrir rappara sem eru svalir.

Orri: (2) Veit ég vel.
(4) Sammála!
(9) Þessi Jón er franskur.
(10) Ég skrifa oft komment á þitt blogg... en síðan hætti ég venjulega við að birta þau vegna þess að ég er feimin við að þínir lesendur fatti ekki minn húmor. Sorglegt.

Nafnlaus sagði...

1) Á morgun segir sá lati.

2) Það eru til mismunandi stig af hreinskilni. "Já, þú ert feit í þessum buxum" er slæm hreinskilni. "Já, Dúddi er slæmur gæi move on baby" er góð hreinskilni. Maður verður að vega og meta þessa hluti.

3) Gæti verið meiri bjór? Fer allt eftir framboði á humlum.

4) Hvorki ís né bjór. Frostpinnar eru málið.

5) Þeir hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar verða sjálfsagt ánægðir að heyra það.

6) Þeir Jónar sem ég þekki eru almennt með góða sjón.

7) Lúðar, snúðar, trúðar, prúðar, Þrúðar...þetta eru örlög. Dag einn mun íslenskur rappari stíga á svið og slá í gegn og það mun vera orðinu "lúðar" að þakka.

8) Furðulegra að fara að sofa klukkan 6. Fátt jafn ónáttúrulegt og að ganga til rekkju þegar sólin er að rísa.

9) Ég gæti athugað það fyrir þig ef ég hefði aðgang að þjóðskrá hérna heima.

10) Takk sömuleiðis, mér vantaði eitthvað að gera.

Þura sagði...

Nei Kristín Vala, þú kemur skemmtilega á óvart :)

(8) Góður punktur